Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 12
6 Æ G I R Margir bátar hcldu áfram veiðum eftir lok, en voru fiestir hættir 20. mai, vegna aflaleysis. Vertíðin í Keflavik er talin laklega í meðallagi. Ársafli 2.913 smál. (2.191). Fiskstærð og lifrarmagn var, sem hér segir. Úr 600 kg. af fiski fengust: 3Yi 115 fiskar 42 litr. lifur i% 104 — 43 — — 2% 90 — 45 — — i5/3 91 _ 43 — — 3% 88 — 35 — — 100 — 28 — — 3% 116 — 23 — — Frá Vatnsleysuströnd og Vogum gengu 13 bátar, með 54 menn. Einn báturinn var yfir 12 lestir, en hinir opnir vélbát- ar. Þann 5. marz byrjuðu bátarnir að fiska í net og öfluðu vel næstu daga. Vik- una 14.—20. marz var ágætur afli á línu, eða frá 12—26 skpd. í róðri. Flestir opnu vélbátanna stunduðu netjaveiðar frá Reykjavík seinast i april, en öfluðu lítið, vegna þess hve seint þeir komu. Tveir bátanna fengu þó 25 skpd. livor. Ársafli 128 smál. (92). Úr Hafncirfirði gengu 17 skip á vertið- inni, með samtaJs 417 skipverja. Af þess- um skipum voru 8 togarar, 7 línuveiða- gufuskip og 2 vélbátar yfir 12 lestir. Er það 7 línuveiðagufubátum og 1 stórum vélhát fleira en árið áður, en 1 togara færra. (Línuveiðararnir frá Þingeyri eru liér taldir ganga frá Hafnarfirði, þótt þeir legðu ekki upp allan vertíðarafl- ann þar og svo er einnig um tvo línuveið- ara úr Eyjafirði). Ársafli 3.788 smál. (2.929). Úr Reykjavik gengu 25 skip, með sam- tals 651 mann. Af þeim voru 16 togarar, 1 línuveiðagufuskip og 8 vélhátar yfir 12 lestir. Er það 5 togurum færra en árið áður, en 1 stórurn vélbát fleira. Vélbát- ar þeir, se,m lögðu á land afla í Reykja- vík, öfluðu flestir vel í marzmánuði. Fengu allt 'upp í 30 skpd. í lögn á 120 lóðir. Beittu þeir mest loðnu, sem þeir öfluðu sjálfir. Vélbáturinn „Geir goði“ var eini útilegubáturinn frá Reykjavik, er notaði eingöngu net. í aprílmánuði gekk mikill fiskur inn á Engeyjarsund og Kollafjörð. Margir trillubátar stund- uðu þá veiðar úr bænum og öfluðu vel á handfæri. Línuveiðarinn „Rifsnes“ var á liákarlaveiðum í mánaðartíma; byrj- aði um miðjan marz. Veiddi það aðeins 8 liákarla. Skipið reyndi viða, en tið var mjög stirð, meðan það var við veiðar. Um haustið var 1 vélbátur á lúðuveiðum og annar á „troll“-veiðum, og öfluðu báð- ir lítið. Ársafli 5.790 smál. (5.195). i Frá Akranesi gengu 26 skip, með sam- tals 220 skipverja. Af þeim voru 24 vél- bátar yfir 12 smál., 1 línuveiðagufuskip og 1 togari. Er það 1 línuveiðagufskipi, 1 togara og 1 vélbát fleira en fyrra ár. I febrúar var dágóður afli. Fengust þá stundum um og yfir 20 skpd. i róðri. Togarinn „Sindri“ stundaði ufsaveiðar. Var stærsti ufsinn flakaður og saltaður, t en smærri ufsinn látinn í verksmiðjuna og unninn i fiskimjöl. Sæmilegur afli var i marz, en mjög slæmar gæftir. í april- mánuði héldust i hendur afla- og gæfta- leysi. Flestir hátanna hættu veiðurn um mánaðarmótin apríl og mai. Hlutfalls- lega kom langminnstur afli á land á Akranesi af verstöðvunum við Faxaflóa, og er verlíðin þar talin langt fyrir neðan meðallag. Arsafli 1.800 smál. (1.518). Fiskstærð og lifrarmagn var í gÖðu meðallagi. Úr 600 kg. af fiski fengust: 15/i 98 fiskar 35 96 — 44 94 — 49 !% — 33 31i 102 — 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.