Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 8
2 Æ G I R innar og geröi jafnframt tillögur um aö- stoð henni til handa. Það liefir spurzt, að nefndin muni koma fram með sameiginlegar tillögur, er lagðar verða fyrir næsta þing. Menn gera sér vonir um, að tillögur nefndar- innar feli í sér mikilvægar breytingar til hagsbóta fyrir útgerðina, er geti orðið henni að verulegu gagni. Viðskiptasamningar við útlönd. Engir nýir samningar voru gerðir við útlönd á árinu. Eldri samningar voru all- ir framlengdir óbreyttir, eða framlengd- ust af sjálfu sér. Unnið hefir verið að því á árinu að fá samningnum við Argen- tinu breytt, með það fyrir augum að fá saltfiskstollinn læklcaðan svipað og Norðmenn fengu síðastl. ár. Fram til þessa liefir þó ekkert orðið ágengt í þess- um efnum. Veðráttan. Fyrstu fjóra mánuði ársins var frekar óstöðugt tíðarfar, en yfirleitt milt. Gæftir voru því mjög stopular allan þennan tíma, nema í aprílmánuði. í Vestmanna- eyjum eru að meðaltali 23 stormdagar fyrstu þrjá mánuði árins, en voru að þessu sinni 26. í aprílmánuði eru að með- altali 3 stormdagar, en var ekki nema einn i þetta skipti. I mai—júlí var lengst af kalt, en gæftir sæmilegar. í Reykjavik og þar i nánd var hiti nálægt meðallagi. En fyrir Norðurlandi var óvenju kalt og oftast norðan- og norðaustanátt. Veður- far var þvi ínjög óhagstætt fyrir síldveið- ar allt fram í seinni hluta júli-mánaðar. Á Akureyri var t. d. 2° kaldara í júni- mánuði, en þar er vant að vera að með- altali. Á tímabilinu ágúst—sept. var hlvtt veður og góðar gæftir, sérstaklega i sept- ember. Þrjá siðustu jnánuði ársins var lilýtt veður, en umhleypingasamt. Á þessu timabili eru stormdagar að meðaltali 19, en voi’u nú 18.4. Hafís varð aldrei landfastur á árinu. Fyrst sást til liafiss í jan. og fehr. Síðustu dagana í apríl var mikill hafíshroði á skipaleið og hélzt allt fram til 17. maí. Mestur var ísinn fyrir Norð-Vesturlandi. 1 júni sást liafís og fyrst í júlí var mikil liafisbreiða á Halamiðum. í okt. var eiimig vart við ís og 18. nóvember var hafís 35 sjómílur norður af Horni. Útgerð og ailabrögð. Sunnlendingafjórðungur. Vertíðin við Faxaflóa byrjaði skömmu eftir áramótin. Aflatregða var í flóan- um þangað til seinast í febrúar, en þá brá nokkuð til batnaðar, enda var loðna þá gengin á flest mið. Þrír vélbátar stunduðu loðnuveiðar og seldu aflann til beitu í stærstu veiðistöðvarnar. Umhleypingasamt var framan af ver- tíðinni, eða til miðs marz, en úr þvi mátti telja að væru sæmilegar gæftir. Sjósókn var mjög mikil, þegar miðað er við það, liversu veðurfar var óhagstætt. Talið er að vertíð hefði orðið mjög sæmi- leg, ef ótíð liefði ekki liamlað veiðum, því að sagður var töluverður fiskur, eink- um út og vestur af Miðnesi og í vestan- verðum Faxaflóa. Hrognkelsaveiði var með meira móti, bæði við Faxaflóa og Breiðafjörð. Samlcv. rannsóknum þeim, sem gerð- ar hafa verið undanfarin ár, á ungviði þess fisks, sem nú er að alast upp hér við land, ætti aflaleysistímabilið að fara að styttast, því að árgangarnir 1930—32 —34, sem taldir eru mjög sterkir, eiga nú að fara að láta bera verulega á sér í vertíðaraflanum. Likur benda til að þetta ætli svo að fara. Talið er, að af árs-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.