Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 9
Æ G I R 3 aflanum 1938 liafi verið 8 ára fiskur. I Keflavík voru rúm 23% af lóðafiskinum 8 ára, en 33% af netjafiskinum. í ver- tíðaraflanum í Vestmannaeyjum gerði 8 ára fiskurinn tæp 25% af lóðafiskinum, en um 19% af netjafiskinum. Meðan afla- ieysið hélzt í Hornafirði gerði 8 ára fisk- urinn 12% af aflanum, en 26% eftir að veiði tók að glæðast, sem var ekki fyrr en eftir miðjan apríl. í kalda sjónum, eða fyrir Norður- og Austurlandi, bar langmest á 4 ára fiski. í Húsavík voru um 27% af aflanum frá 1934, og í Norðfjarðaraflanum gerði þessi sami árgangur 26%. Af grunnmiðaafl- anum á Austurlandi gerði 4 ára fiskur- inn 58% i maí og 46% í ágúst. Þar sem svo mikið hefir borið á ár- gangnum 1930 í aflanum 1938, má ætla að liann gefi mjög gott aflaár 1939. Argangurinn 1934 virðist vera mjög sterkur og ætti að fara að bera á honum i vertíðaraflanum 1940, en þó einkum 1941 og 42. Frá Vestmannaeyjum gengu 69 hátar til fiskveiða á vertíðinni. Þar af voru 62 hátar 12 lesta og stærri og' 7 minni hátar, uieð samtals 596 menn. Er þetta 11 bát- Um j^fir 12 lestir og 4 undir 12 lestum færra en fyrra ár. Ársafli 5729 smálestir (3716). Vertíðin í Vestmannaeyjum varð miklu l)etri en áhorfðist, því að ekki þótti ann- að sýnna fram yfir miðja vertið en að hún mundi alveg bregðast. í febrúar var afli mjög tregur og svo að segja allan marzmánuð var bæði fisk- og gæftaleysi. Þann 14. marz aflaðist þó ágætlega, og tvihlóðu þá sumir bátarnir. Upp úr pásk- unum, en þeir voru um miðjan apríl, breytti algerlega til og var ágætur afli út þann mánuð, enda fiskaðist á þeim hálfa mánuði megnið af vertíðaraflan- uni. Talsvert af fiski var þá í nánd við eyjarnar. Flestir hátanna hættu netja- veiðum í byrjun maí. Fjórir héldu áfram nokkuð fram i mánuðinn og öfluðu sæmi- lega. Tíu hálar stunduðú dragnótaveiðar á vertíðinni, og var talið að hlutur þeirra hefði ekki verið minni, en bátanna, sem veiddu á línu og i net. Aflahæsti báturinn i Vestmannaeyj- um veiddi 660 smál. yfir vertíðina. Lifrarmagnið varð alls 1.690 smál., og er það mesti lifrarfengur, sem þar hefir verið bræddur. Fiskur var vel feilur í byrjun vertíðar. í aprílmánuði veiddist mjög stór fiskur en lifrarlítill. Mælingar voru gerðar á fiski, stærð Iians og athugað lifrarmagn, eins og nokkur undanfarin ár. Miðað er við 700 kg. af fiski upp úr sjónum (með innýflum), en úr því fiskmagni er talið að fáisl 1 skpd. af harðþurrkuðum fiski, sem ætlaður er lil Portúgal eða Suður- Ameríku landanna. Ur 700 kg. af fiski fengust: 91 fiskur 46 litr. lifnr 2% 100 — 44,2 — — 83 — 45 — — 3% 82 — 51,5 — — 70 — 39,9 _ _ 8 % 70 — 35 — — Um sumarið veiddist óvenjumikið af þorski, og fékkst mest af lionum í drag- nót. Talsverður þorskafli var á trillubáta í september. Fengust stundum 6—7 skpd. í róðri. Frá Stokkseyri gengu 9 hátar, með samtals 105 menn. Voru 5 þeirra yfir 12 smál. og 4 minni. Fyrstu þrjá mánuði ársins var mjög lítið róið, vegna afla- tregðu og gæftaleysis. Um mánaðarmót- in marz og apríl var búið að róa 9 róðra, en 26 róðra á sama tíma árið áður. Allir bátar voru hættir um lok. Ársafli 260 smál. (231).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.