Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 14
8 Æ G I R rækju- og fiskimjölsverksmiðja. Einnig var byggð þar stór hafskipabryggja. Árs- afli 206 smál. (53). Úr Dýrafirði gengu 3 vélbátar minni en 12 lestir, með 40 mönnum, og er það 3 opnum vélbátum færra en árið áður. (Línuveiðagufuskipin frá Þingeyri þykir rétt að telja ganga frá Hafnarfirði, þvi að þar lögðu þau upp allan vertíðarafla sinn, nema úr siðustu veiðiferðinni). Árs- afli 189 smál. (211). Úr Ömindarfirði gengu 9 bátar, með samtals 16 meun. Þar af voru 3 þiljaðir vélbátar undir 12 lestum og 6 opnir vél- bátar. Árið áður geklc þaðan enginn trillubátur. Um sumarið var jdirleitt góð- fiski í firðinum, sérstaklega í júní-mán- uði. Tveir togarar stunduð karfaveiðar frá Flateyri. Fiskuðu þeir einnig nokkuð af þorski, eða um 410 smál., er þeir lögðu þar á land, og er hann talinn með í árs aflanum. Ársafli 517 smál. (33). Úr Súgandafirði gengu 14 bátar, með samtals 52 menn. Einn þeirra var yfir 12 lestir, 6 minni og 7 opnir vélbátar, og er það 2 bátum fleira en síðastl. ár. Yetr- ar- og vorvertíð var rýr, en sumaraflinn var mjög sæmilegur. Haustvertíðin var i meðallagi, en smærri bátarnir hættu í nóvember, vegna ógæfta. Steinbítsafli var með allra mesta móti siðari hluta vetrar og um vorið. Ársafli 322 smál. (225). Úr Bolungarvík gengu 23 þiljaðir vél- bátar minni en 12 lestir, með alls 123 jnenn, og er það 7 þiljuðum vélbátum fleira en fyrra ár. Þorskveiðar voru stundaðar þar kappsamlega, svo að segja allt árið. Vetrar- og' vorafli var með bezta móti. Um sumarið fiskaðist einnig mjög vel og mikið meira en árið áður. Haust- vertíðin var sæmileg, þótt risjótt væri tíð, en veiðarfæraslit var mikið. Ársafli 794 smál. (336). Úr Hnifsdal gengu 11 bátar, með 67 menn. Af þeim var 1 stærri en 12 lestir, 4 minni og 6 opnir vélbátar. Er það ein- um stórum vélbát fleira, en 2 trillum og 2 árabátum færra en næsta ár á undan. Vetrar- og vorafli var sæmilegur. Flestir stærri bátanna bættu þorskveiðum i maí, en 4 litlir vélbátar héldu áfram veiðum talsvert lengur. Haustvertiðin var góð, einkum veiddist vel í september. Arnar- dalur er ávallt ialinn með Hnifsdal í þessum skjTslum. Heildarafli báta úr Arnardal á árinu var 43 smál. Nokkrir bátar af Snæfjallaströnd lögðu upp afla sinn í Hnífsdal. Ársafli 300 smál. (215). Úr tsafjarðarkaupstað gengu 50 skip, með samtals 279 skipverja. Þar af var 1 togari, 9 vélbátar stærri en 12 lestir, 4 minni, 32 opnir vélbátar og 4 árabátar. Er það 4 vélbátum (minni en 12 lestir), 28 trillubátum og 4 árabátum fleira eu fj'rra ár. Togariun „Hávarður Isfirðing- ur“ fór 5 veiðiferðir á saltfisksvertiðinni og aflaði alls 320 smál. Stóru vélbátarnir stunduðu veiðar suður við Snæfellsnes og öfluðu vel í febr. og marz, en miður úr því, enda alltaf óstöðug tíð. Þeir bættu þorskveiðum i byrjun maí. Smábátarnir öfluðu illa um vorið, en haustvertiðin var dágóð, og fjölgaði smærri bátunum þá svo mjög við veiðarnar, að sjaldan eða aldrei munu fleiri hafa róið úr ísa- fjarðarkaupstað. Ársafli 1198 smál. (896). Úr Álftafirði gengu 9 bátar, með 54 menn. Var einn þeirra stærri en 12 lestir, 4 minni og 4 opnir vélbátar, og er það 2 bátum fleira en fyrra ár. Vetrarvertíðin var sæmileg, en vorvertíðin léleg og mjög stutt. Ársafli 164 smál. (90). Úr Ögurvík og Inndjúpi gengu 3 þilj- aðir vélbátar minni en 12 lestir og 2 opnir vélbátar, með samtals 18 menn. Er það sama bátatala og árið áður. Mjög tregur afli var um vorið i Miðdjúpinu, en glædd- ist nokkuð, er leið fram að mánaða-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.