Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 44
38 Æ G I R dýpið liðlega 10 fet um stórstraumsfjöru, en tæp 15 fet um flóð. Öldubrjótur sá, er byrjað var á vorið 1937, var lengdur um 20 m., og er garðurinn nú alls tæpir 100 m. á lengd. Unnið var við þessar fram- kvæmdir á árinu fyrir tæpar 41 þús. kr. Þorlákshöfn. Á skerinu sunnan við Syðrivör var gerð 45 m. löng og 4 jn. breið bryggja úr steinsteypu. Bryggjan nær fram á 1 in. dýpi um fjöru. Vörin var jafnframt hreinsuð og breikkuð. Kostnaður 13453 kr. Stafnes. Þar var endurbyggð báta- bryggja. Kostnaður þess verks varð 4275 krónur. Gerðar í Garði. Sjóvarnargarðurinn var lengdur um 17 m. Auk þess var bryggjan lengd um 19 m. Kostnaður um 8 þús. kr. Reykjavík. Ýmsar umbætur voru gerð- ar þar á höfninni og lialdið áfram með að lengja Ægisgarðinn. Vitabyg'ging'ar. Ljóstæki voru sett upp í vitana i Málmey og Grímsey, en báðir þessir vit- ar voru byggðir árið áður. Báðir vitarn- ir eru gasglóðarnetsvitar. Grímseyjarvit- inn á að lýsa um 20 sjóm., en Málmeyjar- vitinn rúmar 18 (i hvíta ljósinu). Hvanneyjarvitinn við Hornafjörð var endurbyggður og hækkaður. Vitinn á nú að lýsa 12 sjóm. Brimnesvitinn við Seyðisfjörð og Hafnarnesvitinn við Fáskrúðsfjörð voru báðir endurbvggðir á árinu, en verða ekki fullgerðir fyrr en á næsta sumri. Á báðum þessum stöðum liefir verið olíu- ljós áður, en báðum verður nú brevtt í iitla gasvita. Við Knararás, austan við Stokkseyri, var byggður hár vitaturn. Þessi viti verð- ur ein hæsta vitabygging á landinu, vænt- anl. ca. 25 m. upp í Ijós og fyrsti vitinn, sem bvggður er úr járnbentri stein- stevpu. Hann verður væntanlega full- gerður næsta sumar. Landhelg'isgæzlan. Ararðskipið „Ægir“ var við almenna gæzlu fyrir ströndum landsins allt árið, en um sumarið einkanlega fyrir Norður- landi. „Þór“ var ekkert við gæzlu á ár- inu, nema livað liann var yfir vetrarver- tíðina við Vestmannaeyjar, og annaðist þá jafnframt björgunarstörf og gæzlu veiðarfæra. Mánaðartíma um sumarið var hann við fiskirannsóknir. Eitt nýtt vélskip bættist við varðskipaflotann, sem sé „Óðinn“. —- Með komu lians, eru hafnar framkvæmdir í anda þeirrar stefnu í landhelgismálum, að láta mótorbáta annast landhelgisgæzluna að mestu leyti. Ef framhald þessara framkvæmda verð- ur svipað byrjuninni, er almennt litið svo á, að landvörnum þjóðarinnar verði teflt í voða. — „Óðinn“ var við gæzlu frá því liann kom og út árið. Um vetur- inn og liaustið var hann aðallega við Suð-Vesturströndina, en fyrir Austur- landi um sumarið. Tveir vélbátar voru leigðir til þess að vera við gæzlu. Annar þeirra var björgunarskútan „Sæbjörg", sem var fyrir Norðurlandi mikinn hluta sumars, en hinn var „Gautur“, og var hann aðallega fyrir Vesturlandi, einkum fvrir Vestfjörðum. Einnig voru leigðir bátar eina og eina ferð, þegar kvartað var undan veiðiþjófum í veiðistöðvunum, og varðskipin voru hvergi nálæg. Alls voru kærð 3 skip á árinu og voru tvö af þeim enskir togarar, en það þriðja var ísl. dragnótabátur. Samkvæmt dóm- um Hæstaréttar voru 6 togarar sektaðir á árinu, og höfðu þeir allir verið teknir i landbelgi árið áður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.