Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 39
Æ G I R 33 ar, 20 búrhveli, 9 steypireyðar og 5 sand- reyðar. I ár gerir langreyðurin 77% af heildarveiðinni, en 72% árið áður. Búr- hvehð gerir að þessu sinni um 14% af lieildarveiðinni, en 26% fyrra ár. Áttatíu og sjö af hvölunum voru karldýr, en 60 kvendýr og voru ellefu af þeim með fóstri. Kvendýrin gera því um 41 % af allri veiðinni, en gerðu 37% árið áður. Eftir mánuðinn skiptist veiðin þannig: Maí 5 hvalir, júní 35, júlí 43, ágúst 51 og september 13. Árið áður var veiðin mest í júnímánuði, og þá veiddist enginn hval- ur í maí. Engir erlendir livalveiðarar stunduðu veiðar hér á árinu, en síðastl. ár voru hér tvö erlend móðurskip með samtals 9 skot- báta. Alls voru fluttar út hvalafurðir á ár- inu fyrir 421 þús. kr., og er það 171 þús. kr. meira en fyrra ár. Yerðmæti útfluttra hvalafurða skiptist þannig: Hvalolía 225 þús. kr., hvalkjöt 174 þús. kr. og hval- mjöl 22 þús. kr. Hvalkjötið var flutt til Þingeyrar og fryst þar og síðan selt til Noregs til refafóðurs. Miklu erfiðara var um sölu á hvalkjöti þangað en fvrra ár. Um áramótin voru fvrirliggjandi i land- inu af livalafurðum, 150 smál af frystu kjöti og 88 smál. af mjöli. Niðursuða sjávarafurða. Rækjuverksmiðjan á ísafirði var starf- rækt eins og undanfarin ár, nema nokkuð styttri tíma, vegna aflalevsis á rækjumið- unum. Framan af árinu, sérstaklega þó í niarzmánuði, voru rækjuveiðar mjög mikið stundaðar í Arnarfirði. Tóku þált í veiðunum sjö ísfirzkir bátar, og öfluðu þeir mjög vel. Tveir menn voru á hverj- um bát og lágu þeir við með bátana á Bíldudal, en stór þiljaður vélbátur flutti aflan til ísafjarðar. Rækjuverksmiðjan á Isafirði styrkti flutningana með 1000 kr. á mánuði, og keypti siðan rækjurnar fyrir 35 aura kg., komið til ísafjarðar. Mikið af því hráefni, sem verksmiðjan tók á móti á árinu, mun liún hafa fengið þann tíma, sem bátarnir stunduðu veið- ar í Arnarfirði, enda sauð hún þá niður 60—70 kassa af rækjum á dag. Um sum- arið var mjög litil veiði og sama og engin á miðunum í nánd við ísafjörð. Fyrst og fremst af þessum ástæðum mun hafa orðið talsverður taprekstur bjá verk- smiðjunni á árinu. Til fiskimanna og verkafólks í landi greiddi verksmiðjan um 100 þús. kr., og mun það vera um 25 þús. kr. minna en síðastl. ár. Ný rækjuverksmiðja var reist á Bíldu- dal, en ekki var liún fullbúin til starfa f\Tr en síðast í september. I þessari nýju verksmiðju er rækjan hagnýtt að fullu, því að úr skel rækjunnar er unnið mjöl til hænsnafóðurs. Aðeins tveir bátar veiddu fyrir verksmiðjuna um liaustið, en öfluðu frekar lítið. Alls voru fluttir út 100 kassar af rækjum á árinu frá Bíldudalsverksmiðj unni. Alls voru fluttar út rækjur á árinu fyrir 156 þús. kr., og er það álíka mikið og síðastl. ár. Útflutningsmagnið hefir þó minnkað um 12 smál., og má af því ráða, að útflutningsverð á rækjum hefir hækk- að allverulega á árinu. Eftirspurn eftir rækjuni er allmikil, og talið er liklegt að þær muni hækka í verði. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda lét á árinu reisa stóra og myndarlega fisk- niðursuðuverksmiðju, búna öllnm ný- tizku tækjum. Verksmiðjan tók til starfa í september. Eru framleiddar þar um 20 tegundir af niðursoðnu og niðurlögðu fiskmeti. Framleiðsla verksmiðjunnar Iiefir líkað mjög vel innanlands og hefir salan orðið meiri en búist var við í upp- hafi. Smásendingar til reynslu eru farnar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.