Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 37
Æ G I R 31 kr., og er það 1 210 þús. kr. meira en síð- astl. ár. Þrátt fyrir það, að ákveðið var fast verð á ísfiski í Þýzkalandi, fóru togararnir þangað fleiri ferðir en nokkru sinni áð- ur. Stafar það af því, að þangað er liægt að selja þann fisk við góðu verði, sem er lílt seljanlegur á enska markaðnum, svo sem ufsa, karfa o. fl. Einnig ræður það nokkru um, hve fiskur á þýzka markað- inn er jafnan fljót teknari en fiskur á hrezka markaðinn. Undanfarin 5 ár liafa ferðir togaranna til Þýzkalands og meðal- sala í ferð verið sem hér segir: Meðalsala Ár Ferðir í ferð, £ 1938 55 1441 1937 41 1763 1936 40 1909 1935 35 1895 1934 31 1618 Eins og tafla þessi her með sér, liefir salan aldrei verið jafnlítil og í ár, og á það rót sína að rekja til þeirra ráðstafana, sem áður er getið. Meðalsala í ferð hefir lækkað frá fyrra ári um 322 £. Ef litið er á töflu XVII, sést að meðalverð allra fisktegundanna liefir lækkað stórlega, og að sameiginlegt meðalverð er nú aðeins 66 aurar pr. kg, en var 76 pr. kg. árið á undan. Má af þessu marka, hve liægt er að gera sér litlar vonir um hagstæðan markað fyrir ísfisk í Þýzkalandi, miðað við það, sem áður var, ef ekki tekst að fá neinu um þokað frá því, sem nú er. Togararnir stunduðu allir isfiskveiðar á árinu, nema þrír, og var samanlagður úthaldstími þeirra 4.578 dagar, og er það 506 dögum færra en fyrra ár. Allur lifr- arafli ísfisktogaranna varð 7.241 tn. I-engst voru ísfiskveiðar stundaðar á ár- inu í 252 daga, og fór það skip 11 ferðir til útlanda og seldi fyrir 1307 £ í hverri ferð að meðaltali. Hæsta meðalsala í ferð var 1613 £, en lægsta 746 £. Togararnir fóru flestar ferðir (35) í okt- óber, eins og árið áður. Hæsta meðalsala á árinu var í febrúar, 1574 £, en fyrra ár var hæsta meðalsalan í október og var þá 1625 £. Hraðfrystihús og dragnótaveiði. Dragnótaveiðin hyrjaði ekki almennt fvrr en 15. mai. Nokkrir bátar voru þó farnir af stað fyrir þann tíma. Fjrrstu dag- ana eftir að landhelgin var opnuð, var víðast livar sæmilegur afli, einkum þó á Ólafsvík og Skarfsvík. I hyrjun júnimán- aðar fóru flestir sunnanhátarnir norður fyrir land, en fengu mjög litla veiði. Bát- arnir, sem kyrrir voru syðra, fengu reyt- ingsafla þennan mánuð. Víðast livar var rýr afli í júlímánuði. Nokkrir bátar veiddu þó allvel í Hvalfirði. Mun það í fyrsta skipti að dragnótabátar reyna að veiða þar. Sumstaðar á Vestfjörðum var lalið vera lalsvert af kola, en erfitt að komast niður á hann vegna steinbíts. í ágústmánuði veiddist sama og ekkert af kola, livar sem leitað var. September var heldur skárri, en livergi gat þó veiði talist verulega góð. Talsverl veiddist af skarkola í lagnet í Önundarfirði, eða rúmar 24 smál. Var megnið af því stór koli og feitur, eða mjög lítið fvrir neðan 375 gr. Af lagnetjaafl- anurn veiddi l)óndi einn frá Flateyri 10 smál. og nam verðmæti þess 4183 kr. Veiðina stundaði hann frá júlíbyrjun til októberloka og sótti alltaf á árahát. Jafn- an veiddi hann í 20 net, og liafði engan sér til aðstoðar, nema tvær dætur sínar, háðar innan við fermingu. Veiði þessa eina manns er svo mikil, að hún mun af flestum þykja athyglisverð, og meiri en lítil húhót er það einum hónda að afla fyrir röskar 4 þús. kr., með eigi meiri til- kostnaði en hér er um að ræða. A árunum 1884—1904 stunduðu Dan-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.