Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 31
Æ G I R 25 Alls hefir verið flutt út frá landinu á árinu 44 883 smál. af saltfiski (ýmist full- verkuðum, linverkuðum, labradorverkuð- um, pressuðum eða blautsöltuðum), og nemur verðmæti bans um 17 milljónir kr., eða tæp 30% af heildarútflutnings- verðmæti þjóðarinnar. Verð á meðalalýsi var mun lægra en árið áður. I byrjun árs var verðið um kr. 0.80 pr. kg, en féll liröðum skrefum og var megnið af sumarlýsinu selt á kr. 0.60 pr. kg, og jafnvel nolckur bluti þess á að- eins kr. 0.55. Bætiefnaríkl ufsalýsi frá vetrarvertið- inni sunnanlands var selt á kr. 0.92 pr. kg, og er það talsvert lægra verð en síð- astl. ár. Spurn eftir lýsi var mjög lítil allt árið, og' mátti jafnvel á stundum telja það lítt seljanlegt. Togaraveiðar. Togararnir fóru ekki fyrr á saltfisks- veiðar en árið áður og stafaði það fyrst og fremst af því, að ekki tókst að leysa kaupgjaldsdeilu þá, er var á milli útgerð- armanna og fiskimanna á togurunum, fyrr en 22. marz. Deila þessi var leyst með gerðardómi, samkvæmt lögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi. Þann 23. marz létu fyrstu togararnir úr böfn til saltfisksveiða, en árið áður fóru flestir 27.marz; nokkrir voru þó farnir skömmu áður. Yertíðarafli togaranna var mjög lítill, miðað við útlialdstíma. Fyrstu þrjár vik- urnar mátti beita að væri ördeyða. Fyrir atbeina atvinnumálaráðberra var þvi varð- skipið „Þór“ sent í fiskileit þann 12. apríl. Leit skipsins stóð yfir í viku tíma, en ijar sáralítinn árangur. Frá því um miðjan apríl og þar til viku af maí var veiðin mest, en þó langt fyrir neðan með- allag. Mun aldrei hafa orðið jafn mikið tap á veiðunum og að þessu sinni. Flestir togararnir hættu veiðum í maí- lok, en nokkrir béldu þó áfram lengur, og bætti sá seinasti 20. júní. Togararnir fóru alls 157 veiðiferðir, sem er samanlagt 2035 úthaldsdagar, og er það 29 veiðiferð- um og 382 útbaldsd. fleira en fyrra ár. Eftirfarandi tafla sýnir úthaldstíma tog- aranna á saltfisksveiðum, siðastl. 6 ár. Ber bún það glöggt með sér, hve þessar veiðar bafa dregizt saman undanfarin 3 ár. Ár Veiðiferðir Útlialdsdagar 1933 361 3421 1934 340 3362 1935 309 3085 1936 154 1812 1937 .... 128 1653 1938 157 2035 Lengst voru þorskfisksveiðar stundaðar á logara, á árinu, 122 daga, en 80 daga árið áður. Þrir togaranna voru á saltfisks- veiðum við Norður-Noreg nokkurn tíma, meðan á verkfallinu stóð, og hafa þeir því lengstan útbaldstíma. En bjá togurunum, sem heima voru og byrjuðu ekki veiðar fvrr en eftir 22. marz, var lengstur út- baldstími á þorskveiðum 90 dagar. Mesta lifrarmagn á togara yfir vertíð- ina var 793 föt, en 651 fat árið áður. Með- alafli, miðað við hvern úthaldsdag, var miklu minni en nokkru sinni fyrr, eða 1938 4,1 smál. 1935 5,8 smál. 1937 4,2 — 1934 6,1 — 1936 4,4 — 1933 6,6 .— Þrjátíu og þrír togarar stunduðu salt- fisksveiðar, en 25 síldveiðar. Fjórir tog- arar fiskuðu í is meiri hluta sumars. Auk þess voru 5 togarar á karfaveiðum um sumarið og alls voru 11 togarar á ufsa- veiðum, einbvern hluta ársins. Saman- lagður úthaldstimi allra togaranna á ár- inu var 9367 dagar og er það 311 dögum fleira en fyrra ár. Meðalúthaldstími hvers

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.