Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 6

Ægir - 01.02.1945, Page 6
28 Æ G I R Tafla II. Skipting aflans á þorskveiðum eftir verkunaraðferðum. Verkunaraðferð 1944 1943 1. Fiskur ísaður: °/o °/o a) í útflutningsskip .................. 38.0 44.3 b) Afli fiskiskipa fllflutt af þeim . 35.1 37.2 2. Fiskur til frystingar ................. 23.1 15.8 3. Fiskur til herzlu ..................... 0.5 0.6 4. Fiskur til niðursuðu................... 0.1 0.1 5. Fiskur i salt: a) Venjuiegur saltfiskur ...... 1.5 1.9 b) Tunnusaltaður ............. » 0.1 6. Til neyzlu innanlands (Rvík.) ..1.7 » Samtals 100.0 100.0 lóðaveiðar óvenju mikið stundaðar, eink- um á vetrarvertíðinni. Flestir bátar stund- uðu þessar veiðar i maí eins og oftast áður. Stendur þá enn yfir vetrarvertíð hinna stærri báta, en vorvertíð er þá einn- ig byrjuð hjá hinum smærri bátum víðs vegar umhverfis landið. Hinir stærri bátar hættu flestir þessum veiðum, er vetrarver- tíð lauk, og fóru á sildveiðar í júlí, en smærri bátar austan-, norðan- og' vestan- iands stunduðu lóðaveiðar um sumarið og fram á haust. í desember voru bátar á lóðaveiðum taldir 105 en 115 árið áður og í maí 567 á móti 560 árið áður. Orsökin til þess að lóðaveiðar voru minna stundaðar í desember en i saina mánuði árið áður og að þeim bátum fækkaði svo mjög, sem lóðaveiðar stunduðu í desember saman- borið við nóveinber, var sú, að bannsvæði var sett í Faxaflóa, er gerði það að verk- um, að einungis örfáir bátar hófu veiðar frá veiðistöðvum við flóann þá í mánuð- inum og allmargir, er byrjað höfðu uin liaustið, kusu að hætta, einnig með tilliti til fyrirsjáanlegs skorts á veiðarfærum til lóðaveiða. Dragnótaveiðar voru enn minna stund- aðar en árið áður. Mest var þeim sinnt eftir að landhelgin var opnuð í byrjun júní og urðu bátarnir, sem þær stunduðu, flestir í þeim mánuði 133, en 140 í sama mánuði fyrra árs. Þegar leið á haustið, fór bátunum aftur fækkandi, er dragnóta- veiðar stunduðu, og eftir lokun landhelg- innar, í lok nóvember, má heita að veið- arnir hætti. Var það nær eingöngu í Vest- mannaeyjum, að veiðar þessar voru stund- aðar utan þess tíma, sem landhelgin var opin. Sildveiðar með herpinót voru meira stundaðar nú en árið áður. Var tala skipanna 138 í mánuðinum júlí og ágúst, en 128 og 129 í sömu mánuðum fyrra árs. Reknetjaveiðar voru stundaðar svipað og áður, um sumarið og haustið í Faxaflóa, en iitið annars staðar. Fleiri skip stunduðu ísfiskflutninga en á fyrra ári, aðallega yfir vetrarvertíðina, marz—maí. Seinni hluta vertíðarinnar var skipum þessum ieyft að kaupa fisk í Faxa- flóa og á Vestfjörðum, en þetta höfðu áður verið lokuð svæði fyrir þau. Auðveldaði þetta nokkuð rekstur þeirra með því fljót- ara gekk að fá fiskinn en áður, meðan Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Breiði- fjörður voru einu svæðin, sem þeim var leyft að kaupa fisk á. Aflabrögð voru að jafnaði góð. á árinu með nokkrum undantekningum þó, svo sem ávallt vill verða. Mun verða vikið nán- ar að því í sambandi við útgerðina í hin- um einstöku fjórðungum. Aflamagnið nam á árinu 511 904 442 kg ef miðað er við fisk upp úr sjó (sbr. töflu I). Samanborið við árið áður er þetta um 20% meira. Kemur aukningin á síldveið- arnar og þorskveiðarnar nokkuð jafnt og þó litið eitt meira á hinar fyrrnefndu. Mun heildaraflinn aldrei hafa verið meiri á einu ári. Mestur hluti afians var að þessu sinni síldin og nam 43.4% af heildarmagninu. Var hún öll veidd á tímabilinu júlí— sept- ember og' e. t. v. eitthvað lítils háttar í byrjun október, en er hér talið með sept- ember. Næst síldinni var þorskurinn með 40% og ufsinn með 9.7%. Aðrar tegundir voru aðeins smávægilegur Iiluti af aflanum. T. d. voru allir flatfiskarnir, að heilagfiski

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.