Ægir - 01.02.1945, Side 13
Æ G I R
35
dragnót heldur treg um sumarið, en þó
fengu sumir bátanna sæmilegan afla. í
veiðistöðvunum á Snæfellsnesi stunduðu
nokkrir bátar dragnótaveiðar. Var afli þar
léiegur í júlí, en góður allt haustið. Rysj-
ótt tíðarfar hamlaði þó sjósókn til muna.
Reknetjaveiðar voru stundaðar í Faxaflóa
um sumarið, og var afli góður. Þegar kom
fram á haustið tregðaðist aflinn og auk
þess voru gæftir stirðar.
Dragnótaafli var talinn sæmilegur um
haustið, einkum í september, en aftur var
afli botnvörpubátanna tregur.
Mestur hluti aflans i fjórðungnum var,
eins og áður, fluttur út ísvarinn. Frysting-
in jókst þó allmikið frá því sem áður.hafði
verið. Útflutningi ísvarða fisksins var hag-
að með svipuðu móti og' árið áður. Skip
M. O. F. sáu um flutninginn frá Faxaflóa,
en íslenzk og færeysk fiskkaupaskip tóku
fiskinn í Vestmannaeyjum og á Snæfells-
nesi. Seinni hluta vertíðarinnar var ís-
lenzkum og færeyskum skipum þó gefið
leyfi til fiskkaupa í höfnunum við Faxa-
flóa svo. og á ísafirði.
Lifrarfengur var að þessu sinni nokkru
meiri en árið áður, sem stafar af því
hvorutveggja, að aflamagnið var meira og
fiskurinn yfirleitt betur lifraður.
Lifrarmælingar, sem gerðar voru i Vest-
inannaeyjum, sýndu eftirfarandi:
Úr 600 kg af fiski fengust:
10. febrúar ..... 40.7 ltr. lifur
29. febrúar ..... 42.7 — —
20. marz ........ 34.8 — —
Mælingar frá fyrra ári til samanburðar
eru ekki fyrir hendi.
Lifrarmælingar í Sandgerði sýndu svo-
felldan árangur:
(Mælingar frá fyrra ári til samanburðar
eru ekki fyrir hendi.)
Úr 600 kg af fiski fengust:
9. janúar ........ 42 ltr. lifur
1. febrúar ....... 41 — —
22. febrúar ....... 39 — —
29. febrúar ....... 37 — —
13. marz .......... 36 — —
27. marz .......... 30 Itr. Iifur
11. apríl ......... 24 — —
í Keflavík sýndu mælingarnar eftirfar-
andi:
Úr 600 kg af fiski fengust:
7. janúar ........ 41.5 Itr. lifur
11. janúar ........ 42.7 — —
15. febrúar ....... 43.0 — —
marz .......... 34.0 — —
Samanborið við fyrra ár hefur fiskur-
inn nú verið heldur meira lifraður framan
af vertíðinni, en aftur minna í marzmán-
uði.
Á Akranesi sýndu mælingarnar eftir-
farandi:
Úr 600 kg af fiski fengust:
1. febrúar .... 108 fiskar
22. febrúar .... 80 —
1. marz ....... 98 —
15. marz ......... 52 —
1. apríl ........... 72 —-
15. apríl ............ 90 —
39 ltr. lifur
39 — —
36 — —
46 — —
32 — —
24 — —
Samanborið við fyrra ár hefur fiskur-
inn verið heldur minna lifraður framan af
vertíðinni, svo og um miðjan apríl, en aft-
ur töluvert meira um miðbik vertíðar-
innar.
b. Vestfirðingafjórðungur.
Tafla VII sýnir þáttöku í útgerðinni í
Vestfirðingafjórðungi árið 1944 og 1943.
Togararnir í fjórðungnum voru allir
gerðir út á árinu og flestir allt árið.
Aðeins eitt línugufuskip er í fjórðungn-
um og var það gert út um vorið til ísfisk-
flutninga, en á síldveiðar um sumarið.
Hinir stærri þiljubátar, yfir 12 rúml.,
voru flestir gerðir út á vetrarvertíð og um
sumarið, og voru þá hinir stærri þeirra á
síldveiðum.
Af þiljuðum bátum eru flestir undir 12
rúml., og' voru þeir flestir gerðir út um
vorið og sumarið. Er í sumum veiðistöðv-
um, eins og t. d. Bolungavík, erfitt að
koma við stærri bátum vegna erfiðra hafn-
arskilyrða.