Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 43
Æ G I R
65
Björgvin Frederiksen:
Starfshættir í frystihúsum.
Góðix- tilheyreridur! ég hef lofað að segja
hér nokkur orð um hraðfrystingu á fiski, en
þó ekki nema litið eitt um hina tæknislegu
hlið málsins.
Það, sem mestu varðar innan verkalirings
ykkar vei'kstjóranna, er fyrst og fi’emst að
skapa vinnuafköst, vöruvöndun og síðast en
ekki sízt að hafa áhrif á vinnugleði stai-fs-
fólksins með nánu og góðu samstarfi við
það og sem fulltrúar fyrir bættri aðbxið þess
og bættum vinnuskilyrðum. Eins og við vit-
um allir, mun samkeppni verða mjög hörð
á markaði hraðfrystra afurða að stríðinu
loknu, og er því tvímælalaus nauðsyn að
gera sér nú þegar ljóst, að vel verður að
vera á verði um þær nýjungar í vélum, tækj-
um og vinnuaðferðum, sem líklegar eru til
að auka framleiðsluna og urn leið að lækka
framleiðslukostnaðinn. '
Leiðimar til þess arna eru enn þá margar,
ef miðað er við núvei-andi starfsaðferðir og
vélakost margra frystihúsanna.
Það er ekki nóg að hafa frystivél. Það
þarf að hafa rétta gerð véla i hverju ein-
stöku tilfelli. Enn þá eru ekki til nema ör-
fáar vélasamstæður af þeim, sem okkur
mundi henta bezt hér. Á ég þar við, að helzt
allur fiskur ætti að hraðfi-ystast með svo-
nefndum tveggja þrepa vélum og tækjum,
sem þeim tilheyra, en ég mun ekki fara nán-
ar út í það hér.
En við ykkur verkstjórana vil ég segja
það, að eftir að eigendur hi-aðfrystihúsanna
hafa aflað þeirra véla og tækja, sem tilheyra
fullkomnum frystihúsum, þá kemur að ykk-
ar hlutverki að þjálfa fólk til að beita tækj-
unum á hagkvæmastan hátt og samstilla
hvort tveggja undir eina skiixulega stjórn, en
það er grundvallaratriði fyrir góða og
samkeppnisfæra framleiðslu.
útflutningsvara, og er þetta ætlað íslend-
ingum til matar. Hér er á ferðinni þjóðar-
skömm — og meira en það.
Ég hef orðið þess var, að fjöldi fólks í
Reykjavík þorir ekki að kaupa frosinn
fisk sökum þess, að það hefur fengið hann
slæman, af þessum ástæðum. Svo eru það
fleiri en íslendingar sjálfir, sem borða
fisk, seldan í fiskbúðum.. Fyrir þetta á að
taka með öllu. Það á ekki að vera leyfilegt
að setja neinn fisk i umbúðir til neyzlu
annan en þann, sem er útflutninghæíur,
sem kallað er.
Allt annað er í hæsta lagi refafóður,
enda á slíkur fiskur ekki að geta orðið til,
ef þeir menn, sem innkaup, geymslu og
verkun annast, eru sínum störfum vaxnir.
Að endingu skal á það bent, að það er
alveg óviðunandi ástand, sem nii ríkir, að
fiskur sem er seldur í skip og flutlur ís-
varinn til Englands, skuli ekki vera mat-
skyldur. Þetta hefur valdið frystihúsunum
geisimiklum örðugleikum um vöruvöndun
og efniskaup. Það segir sig sjálft, að þegar
um sanxa verð er að ræða í báðum stöð-
um, strangt mat í öðru tilfelli en ekkert í
öðru, hverjar afleiðingarnar verða.
Ég mun nú ekki hafa þessa skýrslu
lengri að þessu sinni, þótt liér sé stiklað á
slóru, enda er það nokkurt verkefni fyrir
hlutaðeigendur að kippa öllu framan-
greindu í lag. Ég ætlast til afi skýrsla þessi
verði liöfð til hliðsjónar við samixingu á
alhliða reglugerð, senx unx þessi mál þarf
að setja, eigi siðar en fyrir 1. janúar 1945.