Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 51

Ægir - 01.02.1945, Síða 51
Æ G I R 73 úr flutningi á sjó, heimsálfa í milli. Þessi er a. m. k. skoðun margra. Vafalaust má þó gera ráð fyrir, að næstu ár verði flutningur á sjó meiri en nokkru sinni áður. Kaupskipafloti sameinuðu þjóðanna hefur því stórkostlegum verk- efnum að sinna. 1) Flutningur á mönnum og hernaðar- nauðsynjum til vígvallanna i Evrópu og frá þeim aftur til bardagasvæðanna í Aust- urlöndum. 2) Áframhaldandi birgðaflutn- ingur til sömu staða á alls kyns nauðsynj- um, auk flutninga til lilutlausra, vinveittra þjóða, sem annað hvort eiga ekki næg'ileg- an kaupskipaflota eða hafa lánað liann bandamönnum. 3) Birgðaflutningur til þeirra landssvæða, sem smátt og smátt verða leyst úr liernámi. Þegar tekið er tillit til fjarlægða, alls út- búnaðar og fjölda hermanna, sem flytja verður úr stað, jafnframt hafnarskemmda og skorts á afkastagóðum hleðslutækjum, einkum á Kyrraliafi, að ógleymdu skipa- lestakerfinu, er áreiðanlegt, að kaupskipa- þörfin verður eins mikil og þegar hún var mest á friðartímum. í ræðu, sem forsætisráðherra Breta flutti nýlega, sagði hann: „Þótt kaup- skipafloti bandamanna sé ákaflega stór, lakmarkar hann þó getu okkar. Á næstu mánuðum munuin við fá að þreifa á að þetta eru sannmæli, þvi að draga verður úr aðdrætti á nauðsynjavörum eins og' kaffi og kakao“. í skýrslu, sem E. S. Land flotforingi hefur nýlega sent frá sér um störf ráðs þess, er hefur stjórn kaupskipaflotans á hendi, segir svo: „Rúmlestamagn þeirra kaupskipa, sem smíðuð hafa verið í Amer- iku fyrir sameinuðu þjóðirnar, var meira i árslok 1943 en það, sem sökkt hafði verið frá stríðsbyrjun og til sama tíma. Um sama leyti var rúmlestamagn þess kaupskipaflota, sem bandamenn réðu yfir, minna en rúmlestamagn alls heimsins fyrir stríð. Kaupskipaflotinn var þá alls talinn 68.5 milljónir rúmlesta, og þar af réðu möndulveldin yfir um 15 millj. eða um fimmta hlutanum. Hluti þeirra í heimssiglingunum var þó hlutfallslega meiri. Talið er, að skip möndulveldanna hafi annazt % af öllum vöruflutningunum. Skiprúm bandamanna mun ekki aukazt við ósigur Þýzkalands. Af þýzka og ítalska kaupskipaflotanum er lítið eftir, og Sví- þjóð, sem er eina hlutlausa þjóðin er getur annazt siglingar sínar, mun ekki mega missa af niörgum skipum. Kyrrahafsstyrjöldin og skipastóllinn. Eftir ósigur Þjóðverja verður, sam- kvæmt áætlunum hermálaráðuneytisins, geysileg þörf fyrir skip til þess að flytja hermenn og hergögn frá Evrópu til Kyrrahafsvigstöðvanna. í áætluninni stend- ur: .... nauðsynlegt verður að senda til bardagasvæðisins á Kyrrahafi milljónir hermanna og milljónir smálesta af alls konar hergögnum og matarbirgðum. ...“ Mikill hluti þeirra skipa, sem verið hafa í Evrópusiglingum, mun verða tekinn i þjónustu Kyrrahafsstyrjaldarinnar. Handa hverjum hermanni, semveriðhef- ur á vígstöðvunum i Norður-Afríku eða Ev- rópu hefur þurft að flytja á ári 25—28 smálestir af hergögnum og öðrum nauð- synjum. í júlí síðastliðnum var mannafli Ameríkumanna (Bandaríkjamanna) á báð- um aðal bardagasvæðunum meiri en 4 milljónir. Ef gert er ráð fyrir að 3 millj. séu i Evrópu, er flutningaþörfin þangað 75 milljónir smál., en það er um 33% af öllum skipaflutningi á ári, þegar bezt lét, fyrir stríð. Flutningaþörfin yfir árið er þó mun meiri fyrir hvern hermann á Kyrrahafs- svæðinu. Þangað þarf enn meiri útbúnað, og ekki verður komizt hjá að flytja þang- að mikið meira ef verkfærum, vélum, ben- zíni og olíu. Loks má ekki gleyma því, a'ð vegalengdin er 3—4 sinnum lengri en yfir Atlantshafið. J. J. Gaffney flotaforingi, sem hefur yfirstjórn á birgðakerfi flotans i Kyrra- Iiafi segir: „Við þurfum að flytja 8 smál. á hverjum mánuði handa hverjum her-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.