Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 56

Ægir - 01.02.1945, Síða 56
78 Æ G I R Síldarverksmiðjan Mynd sú, er hér birtist, sýnir liina nýju sildarverksmiðju við Ingólfsfjörð og ýmis mannvirki í sambandi við hana. Verk- sxniðja þessi var i smíðum 1942—1944 og starfaði í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Verksmiðjan er gerð fyrir 5000 mála af- köst á sólarhring, en enn hefur ekki verið hægt að fá til hennar allar vélar, og með- an svo er, verða afköst hennar ekki nema 2500—3000 mál. Síldarþrær verksmiðj- unnar rúma 20 þús. mál síldar, olíugeymar 2500 smál. síldaroliu og mjölhúsið 3000 smál. af síldarmjöli. Sjálfvirk löndunar- tæki eru tvenn og geta þau landað um 1000 málum á sólarhring. Sildarstöðvar þær, er fyrir voru i Ingólfsfirði, hefur fyrirtækið keypt, en aðra þeirra hafði Th. Thorsteins- son reist 1919, en hina Ólafur A. Guð- mundsson kaupinaður 1930. Athafnasvæði vei’ksmiðjunnar er því rúmt, eða 2—3 hektarar á stærð. Þórður Runólfsson verksmiðjuskoðun- arstjóri sá um fyrirkomulag á byggingum og vélaútbúnaði. Helgi Eyjólfsson bygg- ingarmeistari stóð fyrir byggingunni með vinnuflokki og umsjá verkstjóra sinna, jxeirra Sveins Pálssonar múrarameistara og Hjartar Hafliðasonar trésmiðameist- ara. Vélar voru að miklu leyti frá Vél- smiðjunni Héðni, sem einnig smíðaði sjálf- virku löndunartækin. Síldarverksmiðjan við Ingólfsfjörð er eign Síldarverksmiðju Ingólfs h.f., en eig- endur þess eru Beinteinn Bjarnason út- gerðarmaður í Hafnarfirði og Geir Thor- steinsson útgerðarmaður í Reykjavík, og er Geir framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Siðastl. sumar lögðu sjö skip upp afla sinn í verksmiðjuna og bræddi hún þá alls úr um 100 þús. málum. Gott er til þess að vita, að þarna skuli vera komin verksmiðja, því vel liggur Ing- ólfsfjörður við fyrir vestursvæði síldveið- anna.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.