Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 57

Ægir - 01.02.1945, Síða 57
Æ G I R 79 Ráástafanir Kanadamanna vegna fiskafuráa. Reynist nauðsynlegt að halda uppi fisk- verði til hagsbóta fyrir fiskimenn í Kanada, meðan heimurinn er að komast í eðlilegt jafnvægi að styrjöld lokinni, hefur þegar verið gengið frá nauðsynlegri lagasetningu í þessu skyni. í þessum lögum er gert ráð fyr- ir sjóði, er samsvarar 130 milljónum ísl. króna, sem notaður verði til að halda uppi fiskverði, ef nauðsyn krefur. — Meðal al- mennings í Kanada er þessi lagasetning tal- in eiga að tryggja lágmarksverð á fiski, en þar með er lögunum þó ekki fyllilega lýst, því að í þeim er mælt svo fyrir, að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að halda uppi verði á fiski. Löggjöf þessi var talin ein hin þýðingarmesta, er samþykkt var á þinginu á síðasta þingtímabili, og er hún í stórum dráttum sama eðlis og löggjöf, er fjallar um landbúnaðarafurðir og sam- þykkt var á sama þingi. Tilgangurinn með þessum fiskafurðalög- um er í suttu máli þessi: I fyrsta lagi að reyna að tryggja nægilega hátt og stöðugt verð fyrir fisk, þannig að þróunin í þessum efnum geti verið með sem eðlilegustum hætti frá þvi ástandi, sem nú ríkir og fram til friðartima. I öðru lagi að koma á réttlátu hlutfalli milli afraksturs fiskveiðanna og annarra atvinnugreina. — Lög þessi ganga i gildi, er þau öðlast samþykki landsstjóra Kanada, en að því loknu setur ríkisstjórn Kanada á stofn ráð, sem hefur vald til að kaupa fiskafurðir við verði, sem ráðið á- kveður og samþykkt hefur verið af stjórn- inni. Ráðið getur líka notað aðra aðferð til stuðnings fiskveiðunum, og gæti hún verið fólgin í uppbótagreiðslum til þess að tryggja fiskimönnunum réttlátar tekjur. Ráð þetta heyrir undir fiskimálaráðherrann, og sagði hann neðri málstofinni, að útvegsmenn og fiskimenn mundu fá hlutdeild í ráðinu. Ráð- ið mun hafa aðalskrifstofu í Ottawa og lúta reglugerðum, er landsstjórinn setur. Ráðið getur þó mætt annars staðar, ef ástæða þyk- ir til. Samkvæmt reglugerð verður litið á ráðið sem umboðsmann konungsvaldsins, og getur það gert bindandi samninga, lög- sótt og verið lögsótt sjálft. Ráðið getur skip- að ráðgefandi nefnd eða nefndir og „vöru- nefndir" eða aðra umboðsmenn til að kaupa fiskafurðir og ráðstafa þeim. Ráðinu er upp- álagt að semja í lok hvers fjárhagsárs skýrslu fyrir fiskimálaráðherrann. Ráðið hefur vald til að ákveða verð (með samþ. landsstjórans), sem það greiðir fyrir fislcaf- urðir innan ramma fyrrnefndra ráðstafana, og þá hefur það einnig vald til þess að kaupa fiskafurðir með þessu verði, annaðhvort beint eða gegnum umboðsmenn sína. Afurð- ir þær, sem hér koma til greina, verða að mæta kröfum með tilliti til matsflokka og gæða, er þingið hefur ákveðið. í þeim til- fellum, þar sem ekki hafa verið samþykktar ákveðnar kröfur viðvikjandi fiskafurðum, getur ráðið sjálft ákveðið þann matsgrund- völl, sem það vill beita. Með öðrum orðum, allar þær afurðir, sem ráðið heldur uppi verði á, verða að uppfylla viðurkenndar gæðakröfur. Þegar ráðið hefur keypt fisk, getur það annaðhvort sjálft eða gegnum umboðsmenn sína endurselt fiskinn eða ráðstafað honum á einhvern annan hátt. Ráðið getur sjálft eða umboðsmenn þess verkað, sett í geymslur, flutt innan lands eða til útlanda hvaða fisk- afurðir sem eru. Það getur keypt fiskafurð- ir og flutt út i samræmi við þá samninga milli Kanadastjórnar og annarra ríkis- stjórna. Rekstrarkostnaður ráðsins verður greiddur af fjárveitingum, sem þingið hefur samþykkt i þessum tilgangi. Fé það, sem ráðið þarf á að halda til kaupa á fiskafurð- um eða til að halda uppi verði á þeim, skal tekið úr 130 mill. kr. sjóðnum, sem fyrr var nefndur. Verði hagnaður af verzlunarstarf- semi ráðsins, verður hann lagður í þennan sjóð og á að vera handbær til greiðslu á frekari kostnaði í þessu sama skyni í fram- tíðinni. Hreinar tekjur, sem verða kunna af starfsemi ráðsins á fjárhagsárinu, skulu

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.