Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 59

Ægir - 01.02.1945, Síða 59
Æ G I R 81 Upphaf íshúsa á Um þessar mundir er húlf öld liðin síðan fi/rstu íshúsin hér á landi tóku til starfa. Með komu þeirra urðu eins konar þáttaskipti í isl. útvegs- sögu. Þau áttu mikilvægan þátt í að lengja úthaldstíma opnu bátanna, auka afla þeirra og skapa því fólki, sem atvinnu höfðu við þessar fleytur, viðunanlegri lífsskilyrði en verið hafði. Þetta tók og að nokkru leyti til þilskipanna og þeirra, er þar unnu sér fyrir brauði. Hér verður reynt að gera forsögu þessara merkilegu umbóta nokkur skil, svo að Ijóst megi verða, hversu snar þáttur þær urðu í eflingu útvegsins, þegar fram liðu stundir. Óvíst mun vera, hversu margar fisk- veiðasamþykktir liafa verið gerðar hér á landi, en fjöldi þeirra er mikill. All- margar þeirra hafa verið prentaðar og eru sumar þeirra hin furðulegustu plögg. Þær varðveita sögur um hleypidóma og hé- giljur þeirra manna, er á sjóinn sóttu og beittu brellur við þá gráu og gulu. Á einum stað var því ákvæði komið inn i fiskveiðasamþykkt, að rífa skyldi alla anga af krossfiski, er að borði væri dreg- inn, svo að þessu óféti fækkaði og nældi sig ekki á öngulinn í stað þorskfisksins. Mun ýmsum hafa fundizt þetta snjallt ráð og fylgt því út í æsar. Reynslan mun þó hafa leitt í ijós, að ekki tjóaði þetta ráðs- lag, því þessi var leiðin til að fjölga kross- liskinum en ekki fækka. — í hvert sinn, sem reynt hefur verið að brjóta nýrri teg- und veiðarfæra braut, hefur ofstækisfull vantrú staðið sem garður í veg'i. Þannig var það, þegar hér var byrjað að nota lóðir og sama hefur gill um vörpur og net. Helzt hafa síldveiðifæri verið undantekning í þessum efnum. Dýpst virðast þó hélgiljurnar hafa rist í sambandi við beitunotkun og má sjá þess mörg dæmi í fiskveiðasamþykktum. Þess sér ýmis merki, að öfundsýki og óvildar- úáttur hafi verið sem sprek í glóð þeirra hleypidóma, er vissar tegundir af beitu áttu að mæta. Birtist þetta á þá lund, að þeir, sem veiddu á fjölsóttum miðum og notuðu fágæta beitu,‘voru bannsungnir, og oftast ekki linnt látum fyrr en bannað hafði verið með fiskveiðasamþykkt að nota slíkt agn. Hér verður eigi liirt um að tína til dæmi þessu viðvíkjandi, en sjálfsagt mundi nú nlargir grallaralausir yfir þeirri forheimskun, sem átt hefur sér stað í þess- um efnum. Erfitt virðist að fullyrða nokkuð um það, hvenær íslendingar hafi byrjað að nota síld til beitu. Margt bendir þó til þess, að sá háttur eigi sér ekki ýkja langan ald- ur. Hvorttveggja var, að menn þekktu ógerla hvílík tálbeita síldin var og tæki til að afla hennar voru víðast engin. Þá þekkti enginn lag á því að varðveita liana, svo að til hennar væri hægt að grípa, þá er hún fékkst ekki úr sjó. En smám saman gafst færi á að ná í nýja síld til beitu, en ekki urðu menn sammála um notagildi hennar til slíkra hluta. Vantrú og bábiljur stungu upp kollinum sem að vanda og gegndu dygg'ilega sínu hlutverki, þótt ekki kastaði tólfunum í þessum efn- um fyrr en farið var að frysta síldina og nota hana þannig. Ég þori ekki að fullyrða neitt um það,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.