Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 63

Ægir - 01.02.1945, Síða 63
Æ G I R 85 er ábatasamt er að geyma í is.“ í stjórn félagsins voru kosnir: Tryggvi Gunnars- son formaður, Gúðbrandur Finnbogason og W. C. Christensen. Þegar stofnfundur- inn var haldinn, var ishúsið næstum því fullbúið. Ditlev Thomsen kynnti sér ýmislegl, sem viðkom ishúsum og isgeymslu og hafði mikinn áhuga fyrir því, að íslend- ingar reyndu að notfæra sér þá möguleika, sem honum virtist fyrir liendi í þeim efn- um. I byrjun árs 1895 birti l)Iaðið Isafold greinargerð frá honum, þar sem hann bendir á, að nauðsyn sé á að koma upp ís- húsum í aðal veiðistöðvunum, svo að unnt sé að reyna að fá erlend skip til þess að koma þar og taka is og fisk. Bendir hann sérstaklega á Vestmannaeyjar í þessu sam- bandi, þvi að þar Ieggi mörg ensk skip leið sin fram hjá á heimleið, og mundi eyja- skeggjum verði hinn mesti hagur í því, ef hægt væri að koma á slíkum viðskiptum. Þá getur hann þess, að danska skipið „Cimbria“, en það flutti afla kolaveiði- manna í Önundarfirði, muni fáanlegt til að koma við í Reykjavík þá um sumarið og kaupa þar is og fisk. Hér sat þó við ráðagerðina eina, enda var ekki íslendinga einna að segja fyrir í þessum efnum. En það er að segja af íshúsinu í Reykja- vik, að það tók til starfa fyrri hluta árs 1895. Um mánaðamótin mai og júni reyndi fyrsta þilskipið frysta sild úr is- húsinu. Það var Jón Jónsson í Melshúsum, sem fyrstur reið á vaðið, en hann var þá með Njál. Tók hann 400 síldar úr íshús- inu og veiddi á þær 11—4 2000 á tæpri viku. Þegar síldin þraut hjá honum tók fyrir aflann. Um líkt leyli reyndi skipið Hjálm- ar með frosna síld og fékk 7000 fiska á viðlika tima og Njáll. Nokkrir opnir bátar böfðu og reynt frosna sild lil beitu og gef- izt vel. í byrjun júní voru 20 þús. síldar 1 ishúsinu. Ekki virðast þó þilskipaeigendur hafa verið sérlega hrifnir af íshúsinu, né gert sér miklar vonir um að það gæti orðið út- veginum nokkur stoð. Kemur það berlega fram í grein eftir Tryggva, sem birtist í ísafold 22. april 1896. Grein þessi heitir „Brot úr ísl. menningarsögu“, og er merki- leg fyrir ýmsra hluta sakir. Hann segir þar, að um áramótin 1895 og 96 hafi verið búið að selja 74 hlutabréf á 50 kr. hverl og þar af hafi útvegsmenn og sjómenn keypl 12. Má' af þessu glögglega marka áhuga manna fyrir íshúsinu. Trúin á frysta síld til beitu var heldur ekki á marga fiska, eftir þvi sem Tryggvi hermir. Fyrsta vorið, sem húsið starfaði, lá þar nokkur síld eins og fyrr er greinl og töi- uðu sjómenn mikið um hana. Sumir sögðu hana ónýta, en aðrir álitu hana tálbeitu, sem eitraði sjóinn og því mætli ekki nota hana. Reynslan sýndi þó skjótt, að þau skipin öfluðu miklu betur, sem sildina höfðu, en hin. Þeim fjölgaði því, sem fóru að nota hana. „. . . En þrátt fyrir þetta hafði vaninn og hleypidómarnir svo mikið vald yfir skoðunum manna, að út- útgerðarmenn gerðu samtök í vetur (1895— 96), að nota ekki síld á skipunum yfir vetrarvertíðina — þ. e. til 14. maí. Á ein- um l'undi Útgerðarmannafélagsins í vetur voru miklar umræður um þetta mál. Þeir, sem mesta reynslu þóttust hafa við fisk- veiðar, sögðu, ;ið beita væri óþörf, þegar fiskur væri í göngu. Hann tæki þá enga fæðu og liti ekki við beitu. En jafnframt gátu þeir þess, að síldarbeita væri skað- ræði; hún gerði fiskinn svo beituvandann. Það er líkt um síldina og sumir læknar segja um smáskammtameðulin, að þau

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.