Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 9
IÐUNN
Vetrarmorgunn.
Hægan, hægan upp
lýkur vetrardagurinn
sínu norræna auga.
Frá pví hann kiprar
hvarmana í fyrsta sinn,
unz hann hefir lyft
pungum augnalokunum
til fulls, líður ekki að
eins stund eftir stund,
— nei, tímabil líður eft-
ir tímabil gegn um hin-
ar óræðu fjarvíddir
morgunsins, hcimur eft-
ir heim, eins og sýnir
blinds manns, veruleik-
ur eftir veruleik og eru
ekki lengur til, — pað birtir. Svo fjarri er vetrardagur-
inn á sínum eigin morgni. Jafnvel morgunn hans er
fjarlægur sjálfum sér. Hin fyrsta dagsbrún við sjón-
hring og dagmálaskíman á glugganum eru sem tvö ólík
upphöf, tvö úthöf. Og úr pví jafnvel morgunn hans er
fjarri, eftir að tekið er að morgna, hvað mundi pá kvöld
hans? Eyktir hans, — dagmál, hádegi og nón eru eins
og löndin, pangað sem við ætlum, pegar við erum orðin
stór, — kvöld hans eins fjarlægt og sá dauði, sem
yngsta syni hjónanna var trúað fyrir í gær, dauðinn,
sem tekur lítil börn frá mæðrum peirra og lætur prest-
-inn syngja pau niður í garð hreppstjórans, sá dauði,
Halldór Kiljan Laxness.