Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 12
282
Vetrarmorgunn.
IÐUNN
nppi í honum, og það var alveg áreiðanlegt, að Jiað var
eldur í maganum á honum og að kona hreppstjórans
■var höfð til pess að hræra í honum, svo hann misti ekki
út úr sér á hátíðisdögum. Og Jiannig var um öll húsá-
höldin: í myrkrinu breyttust þau í fólk, sumt meiri
háttar, sumt litilla manna, hnífarnir voru ófríðir bænd-
ur, sem honum stóð stuggur af, bollarnir þreknar stúlk-
ur með rósir í svuntunni og gerðu drenginn feiminn
með rósum sínuni, og um hábjartan dag við máltiðir,
þá varaðist hann að snerta við þessum persónum, var-
•aðist jafnvel að gjóta til þeirra augunum til þess aö
þau skyldu ekki sjá á honurn alt, sem hann vissi um
þeirra æfintýr. Á næturnar voru þau merkileg eins og
heill hreppur, á daginn slitin og slubbug, lítil fyrir sér
■eins og feimnir gestir, sem sjúga upp í nefið og þora
•ekki að hreyfa sig, — hann, sem vissi svo margt um
þau í frelsi næturinnar, leið önn fyrir þau í umkomu-
feysi dagsins.
En eitt var meðal þeirra, hafið yfir nótt og dag, yfir
frjálsræði myrkursins, yfir umkomuleysi dagsins, sá
hlutur, sein bar af öðrurn hlutum og lét þá sýnast sem
einskis vert rusl, enda var hann vandlega geymdur
niðri í fatakistu og börnin fengu ekki að sjá hann,
nema á jólunum og á sumardaginn fyrsta, og þau
fengu aldrei að snerta hann, svo dýrmætur var hann.
Það var kökudiskurinn hennar mömmu — frá konu
hreppstjórans á Otirauðsmýri. Hvað táknaði þá þessi
•kökudiskur í raun og veru? Það var fegursti diskur
heimsins.
Það var mynd á honum af yndislegu húsi bak viö
blómarunn. Og heim að húsinu liggur eggsléttur vegur
með brosandi grængresi í kring. Og hver stendur á veg-
inum slétta í bláum kjól með hvitan hatt, blóm í hend-