Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 15
IÐUNN
Vetrarmorgunn.
285
sens gamalmennunum, sveitarþyngslin, maöur lifandi!
— kvörtuðu mæðulega undan eyðslunáttúru ungu
stúlknanna ásamt strekkingi æskulýðsins til kaupstað-
anna, hinum erfiðu tímum, liinu háa verði á korninu,
hinum nýja ormi, sem kominn var í sauðkindina í stað-
inn fyrir bandorminn. Þvaran hafði þá skoðun, að
petta stafaði alt saman af skorti á söng. Það voru
engin takmörk fyrir pví, live fullorðin búsáhöld pessi
Voru í orðatiltækjum. Það var ekki samhengi ræðunn-
ar, sem mest hreif drenginn, heldur reynsla sú, vísindi
og orðgnótt, sem hún geymdi, — nöfn á fjarlægum
stöðum, giftingar í öðrum hreppi, dýrt kveðinn skáld-
skapur, ferðasögur, blótsyrði, kaupstaðarfréttir. Stund-
um kom þeim meira að segja dálítið illa saman, þótti
ekki nógu góður söngurinn í kirkjunni, álitu, að kaup-
maðurinn í Firðinum væri verri en kaupmaðurinn í
Víkinni, áttu börn í lausaleik, voru á rnóti sjálfstæði
þjóðarinnar. Jafnvel einstöku raddir gátu kveðið upp
úr um það, að réttast væri að fylla pottinn af hesta-
skít. Sum vildu yrkja svona:
Óða náða eiga jesú
engra vína liverra þaut,
óða hella halla megann
höfuð sitt á drottinn skaut.
Önnur vildu yrkja svona:
Síra rimsa pomsa prams,
píra limsa fira,
kýra simsa romsa rams
rýra dimsa nýra.
Æ, skyldi nú ekki vera farið að grána á glugga?
Hann gægðist ofur varlega upp yfir rúmgaflinn, svo
bolinn í myrkrinu yrði ekki var við hann. Eftir því
sem leið á morguninn, þeim mun erfiðara áttu búsá-