Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 24
291
Vetrannorgunn.
IÐUNN
— Mamma, af hverju á ég aö syngja fyrir allan
Iheiminn?
— Það er draumur, sagði hún.
— Á ég að syngja fyrir heiðina?
Já.
Fyrir mýrina?
— Já.
Og á ég líka að syngja fyrir fjallið?
Huldukonan segir það, sagði rnóðir hans.
Þá á ég víst að syngja fyrir fólkið i Rauðsmýrar-
:kirkju líka? sagði hann hugsi.
— Það er víst, sagði móðir hans.
Hann hjúfraði sig enn úpp að móður sinni og hugs-
aði um petta lengi, gagntekinn af dul þessarar spár,
hinum vængjuðu orðum.
Mamma, bað hann að lokum, — viltu kenna mér
að syngja fyrir allan heiminn?
— Já, hvíslaði hún. í vor.
Og hallaði aftur augununt preytt.
Og þegar hann lét augun hvarfla frá kvistunum í
:súðinni til búsáhaldanna í skáp og hyllu, og þvaran
hékk á veggnum og potturinn stóð á gólfinu, öll með
þessum mikla sakleysissvip, sem búsáhöld ein geta
sett upp í umkomuleysi dagsins, en glitti á rósóttu,
«yðslusömu kvenbollana, brothædda og hrædda, þá var,
hann svo göfuglyndur, að hann lofaði að koma ekki
neinu upp um neinn, heldur lokaði öðru auganu af
kurteisi og horfði að eins með hinu, — ég cr líka
allur annar en ég sýnist, sagði hann, og átti við hina
ésungnu söngva og hin stóru lönd, fjarlæg eins og
eyktir dagsins, sem biðu hans.