Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 28
298
Vetrarmorgunn.
TÐUNN
klukkuna sína undan höfðalaginu og fór í hana í hlýj-
unni milli rekkvoðanna, stakk mjóum, löngum leggjum
sínum fram undan sænginni, smeygði óþvegnum fótun-
um> í Iíykka togsokka, og lagði á meðan fæturna hvorn
• á annars hné, án blygðar, jjannig, að þegar drengurinn
virti fyrir sér hinn ófullkomna líkama hennar, þá var
það eins og endranær að eins til þess að sannfærast
:um, að þrátt fyrir þótt hún væri stóra systir, þá væri
. hún engu síður, samkvæmt sköpulagi sínu, lítilfjörlegri
vera en þeir bræðurnir.
En nú var tímabil heilabrotanna á enda, því í þessu
færði amman honum kaffið og vakti eldri bræður hans.
£>á gat drengurinn loksins meö eigin augum gengiö úr
skugga um og þreifað á, hve brauösneiðin hans var
skorin yfir mikinn hluta af hleifnum, hvort bræðingur-
inn næði alla leið út á skorpurnar, hvort molinn hans
var stór eða lítill. Þá var farið að lýsa á glugga, enn
einu sinni hafði vetrarmorgninum tekist að lyfta sinutn
þungu augnalokum. . . .
Svo kom dagurinn.
Barcelona, nóv. 1933.
Halldór Kiljan Laxness.