Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 29
:iðunn
Farið heilar, fornu dygðir!
i.
Einhvers staðar hefir vitur maður sagt, að ef enginn
;guð væri til, þá hefðu mennirnir neyðst til að skapa
hann. Hér er átt við það, að maðurinn, þessi óendanlega
göfuga skepna, hafi þó þarfnast einhvers annars enn
þá göfugra til að ákalla og tilbiðja.
Trúarþörf —*• sönnun fyrir tilveru guðs segja prest-
arnir. Látum svo vera.
En ég hefi aldrci séð' í þessum hugsanagangi annað
en volæði mannsins, sem ekki gat gengið uppréttur
nema skjalla sjálfan sig. Það er gæfa mín eða ógæfa.
Ef vér menn eigum hins vegar að láta svo lítið að
þola það að vera dæmdir eftir breytni vorri, þá öi'
augljóst, að það, sem vér þörfnumst, er enginn guð,
heldur skotspónn, skóþurka, hornreka, sem umsvifa-
laust og röksemdalaust er unt að skella á hverri skuld.
'Óneitanlega gæti það verið dálítið freistandi að gera
sér í hugarlund, hvað úr oss hefði orðið, ef vér hefðum
ekki haft guð til þessa. Vér hefðum vissulega ekki orðið
eins ánægðir með sjálfa oss, ekki eins kotrosknir og
pattaralegir, ábyrgðarlausir og grimmir. En það hefði
óefað skilað oss mun lengra fram á leið. Vér hefðum
tvímælalaust sparað að miklu leyti þá orku og þann
tíma, sem gengið hafa til þess að hnoða saman bænum
og helgisöngvum. Sálmabækurnar hefðu orðið helmingi
þynnri og vafalaust meira en að því skapi betri. Vér
hefðum t. d. losnað viö alla þá helgisöngva, sem eru