Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 33
iÐi-'NN Farið heilar, fornu dygðir! 303-
tryggara, að láta hina gömlu hjátrú bitna á einum.
manni, sem á sínurn tíma var hægt að hjólbrjóta og
hengja eftir öllum Iistarinnar reglunt. En það gerðist
margt á fjórum árum. Og þegar fylling tímans kom,
varð það bert, að afhöfðun þessa fákæna og hysteriska
gamalmennis var einkar ófullnægjandi uppbót fyrir alt
það, sem í sölurnar hafði verið lagt.
En það er upp úr þessu, að volæði vestrænna þjóða
tekur að nálgast hámark sitt. Nú er flúið í líknarskjóli
hjátrúarinnar. Stjórnendurnir, sem stóðu feður að þess-
unt hörmungum, barðir áfram af blygðunarlausri gróða-
fíkn, tóku að láta andleg þý sín hjala yfir valdalausri
alþýðu urn sekt, syndasekt! Spilling „vor“ hafði leitt
yfir oss þetta böl. Af einskærri tilviljun stóð svo heppi-
lega á, að Þjóðverjar voru einmitt núna hvað spiltastir,
verri en .„vér" hinir. Engum datt í hug, að það, semgert
hafðí þýzku þjóðina að blindu verkfæri auðvaldsins,
voru dygðir — ofurmagn dygðanna, og að það, sem
hrapað hafði hinum í söniu ófarir, voru líka dygðir. Ef
menn hefðu ekki verið alteknir af banvænum dygðum
1914, þá hefði ekki komið til neins ófriðar. Það er alt
og sumt.
Þjóðverjar voru einkar dygöugir um jiær mundir, og
þó ekki annað sýnna en að þeir séu nú á bezta vegi með
að hnekkja sínu fyrra meti. Þeir voru hraustir, drottin-
hollir, löghlýðnir, fórnfúsir, þjóðræknir. Þeir voru fyr-
irmyndar foreldrar. Þeir voru skyldurækin börn. Þeir
trúðu á helgi hjónabandsins. Þeir trúðu á guð, sem þá
hafði raunar ekki enn fengið þýzkan ríkisborgararétt,
fremur en Hitler. 1 krafti þessara dygða fóru þeir í
stríð og börðust eins og berserkir. 1 krafti þessara
dygða sviku þeir orð og eiða við hlutlaust sniáríki og
léku það eins og þegar ormur er marinn undir tá. Og