Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 42
312
Farið heilar, fornu dygðir!
IÐUNN
vera náttúruöfiin, fjarlægðirnar, geim og alheim, stjörn-
ur og sól. Ef til vill yrðum vér jafn-broslegir í þv£
hlutverki sem hinu fyrra. En vér yrðum meinlausir, aö.
minsta kosti um stund.
Loks vík ég aftur að þvi, sem fyr var frá horfið, ást-
inni á landinu sínu, blettinum, jieirri mold, sem mann
ól. Ef til vill iifir hún með oss löngu eftir að búið er að
afhjúpa og eyða hinni pólitísku, rángjörnu og barsmíða-
glöðu ættjarðarást. En jió Jiví að eins, að oss auðnist
að slá hana niður á meðan hún lætur oss enn eftir
mold til að unna, blett til að lafa á.
3.
Lítum nú ofurlítið á aðra forna dygð: líkamlegt hug-
rekki. Fáar eru í svipinn i meiri metum. Fiintungur
allra heimsblaða er helgaður líkamlegu hugrekki„
hreysti, afrcksverkum, ipróttum.
Líkamlegt hugrekki og ættjarðarást eru nánir sam-
herjar. Sannleikurinn er sá, að ættjarðarástin má nú
teljast orðiö eina frambærilega ástæða sliks hugrekkis.
Svo það gæti bent til þess, að það færi ekkert illa á„
að báðum yrði sama skapadægur búið.
Ég býst við, að fleirum en mér gangi erfiðlega að
skilja, hvers vegna líkamlegt hugrekki er svo mikils
metið í lífi vor nútímamanna. Því fyrst er nú þess að
gæta, að líkamlegt hugrekki er oss mönnum hér um bil
jafn-eiginlegt og næringarhvöt og kynhvöt. Ég hefi
persónulega aldrei átt jivi láni að fagna að kynnast
reglulegri raggeit, nema þar sem augljóslega var um
að kenna næringarskorti, illri aðbúð eða meltingaró-
reglu. 1 mínum augum er jiaö jiví hér um bil jafn-apa-
kattarlegt að skjóta huglausan strokuhermann eins og
að hengja verðleikakrossa á hinn, sem af tilviljun hafði