Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 44
.314
Farið heilar, fornu dygðir!
IÐUNN
sem er jafnaðarmaöur, sýnir Jietta að eins, hve rudda-
legt bergmál vér erum enn af venjum og siðaskoðunum
horfinna tíða og heims, sem liðinn er undir lok. En nú
■ er ófriður [iví miður orðinn alt of nýtízkur til Iiess að
fullnægja Jiessari fornhelgu karlmannsdygð. Næstu
stórsigrarnir verða ekki unnir af hraustum drengjum
með byssustingi og sprengjur, eða vöskum riddurum,
sem ekki kunna að hræðast, heldur af pervisnum, skjálf-
hentum gleraugnaglámum, innisetumönnum, grúskur-
um og visindamönnum, sem hafa nægilegt afl til |iess
að snúa rafleiðslutöpp og nægilegt kaldlyndi til aö
gera heilt Jijóðríki að öskudyngju. Og Jiað mun engu
máli skifta, hvort sú Iijóð, sem fyrir slíku verður, tek-
ur því með líkamlegu hugrekki. f>að er ekki unt að
viðra mikið af svo fyrirferðarmikilli dygö á 30 sek-
úndum.
Á meðan sverðtentir tígrar æddu um skógana, var
hugrekki dygð, sem ekki varð án verið í lífsbar-
áttunni. En það eru engin sverðtent villidýr á vegum
vor nútímamanna, jafnvel hó tekið sé tiliit til gálausra
bifreiðastjóra. Og svo sjaldan reynir á likamlegt hug-
rekki nútímamannsins, að aliur þorri manna má gera
svo vel og fara í gröfina án þess að vita vissu sína
um það, hvort hann er gæddur þessum dýrmæta eigin-
leika. En peim, sem ekki eru í rónni nema vita það,
standa enn þá nógar leiðir opnar. Hraðakstur, hrað-
flugmet, hæðarflugmet, ókönnuð lönd. Og enn þá er,
eins og kunnugt er, óflogið til tunglsins. Vér eiguin
enn þá nóg af nytsamlegum verkefnum eða meinlaus-
um handa þessum undantekningum, sem þurfa að fá
líkamlegt hugrekki sitt uppáskrifað og viðurkent af al-
menningsálitinu, án þess að þurfa að kosta til jafn-
•dýrri skrautsýningu eins og styrjöld. Og ef oss mætti