Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Qupperneq 50
320
Farið heilar, fornu dygðir!
IÐUNN
lleikskend nútímamannsins, framtíðarmannsins, leitar
skipulagslegra úrlausna til þess að smána ekki þján-
ingar mannanna og óvirða ekki mannlega vitsmuni,
mannlega tign. Alt annað er úrelt volæði og sefasjúk
kendavella.
En góðgerðasemin hamast á jörðunni; hún skrefar
v-fir löndin eins og hrædreyrug risa-vofa. Hún sýgur
næringu af eymdinni og blæs helgusti smánar og niður-
lægingar á hvert það böl, er hún nálgast. Góðgerðasem-
in var, og er enn, greiðasti vegur kristinna manna inn í
himnaríki. Himnaríki getur verið raunverulegúr dvaiar-
staður eftir dauðann eða hugarástand hér í heimi. Þaö
skiftir engu i þessu sambandi. Hvort sem heldur er,
þá er vegurinn ínn í það flóraður mannlegri eymd. Því
,án eymdar getur góðgerðasemin ekki staðist. Fyrir því
töldu menn, að örbirgðin væri af guði vísdómslega inn-
sett, til Jæss að þeir útvöldu gætu iðkað jiessa dygð
sér til sáluhjálpar. Þcssu trúa menn enn. Þetta predika
menn enn, án þess að vera látnir sæta refsingu.
Það er ef til vill mesta harmsaga vestrænna þjóöa
•og vestrænnar menningar, að kristindómurinn, eins og
hann var kendur og skýrður af kennivöldum sínum,
grundvallaði sig ekki á hugsjón fullkomins réttlætis,
heldur á þjáningu, miskunnsemi, góðgerðasemi, frið-
pægingu og náð. Menn voru þannig beinlínis knúðir til
þess að véla sjálfa sig inn í þann tvískinnung tilfinn-
inganna, sem ekki klýjaði við að fremja grimdarverk
með annari hendinni, kærleiksverk með hinni, lofsyngja
með öðru munnvikinu, formæla með hinu, en kvitta
mismuninn með náð. Af þessum orsökum er þaö, að
þó að kristnin hafi orðið orsök fleiri styrjalda og
grimdarverka en nokkur trúarbrögð önnur, sem oss eru
kunn, gerir hún samt sem áður kröfu til þess að vera