Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 51
'iÐUNN'
Farið heilar, fornu dygðir!
321
fyrst og fremst talin trú kærleikans og miskunnsem-
innar. Þessi banvæni tvískinnungur gengur í gegnum
alla siðaspeki hins kristna heims, öll velsæmislög, all-
ar drengskaparreglur. Hann skýrir og réttlætir flest
það, sem afkáralegast er í fari voru, velmeinandi fólsku
í órjúfandi samhengi við brjóstumkennanlega flónsku.
Tökum til dæmis framkomu vestræns hermanns, er hann
neytir allra bragða og hverrar viðurstygðar, semhanná
kost, til f>ess að tortíma óvini sinum, en hættir lífi sínu
nokkru seinna til þess að bjarga þeim druslum, sem
•eftir kunna að vera af honum. Þetta er talið alveg
einstaklega göfugt. i raun og veru er það verra en
brjálæði, af því að það dulklæðir hið upprunalega
grimdarverk í hjúp drengskapar og miskunnsemi, bregð-
ur hulu á sjálfa villimenskuna.
En játa verður það, að menn eru óðum að öðlast á
þessu réttan skilning. Fátæklingarnir taka óðum að
hafna ölmusunum sem móðgun. Og allsnægta-mönnun-
um er að skiljast, að þeim mun hvorki tjá i framtíðinni
að nota góðgerðastarfið sem friðþægingu né þægilegt
hressilyf fyrir hugi sína. Atvinnuleysistryggingarnar i
Englandi eru fáhnandi og byrjandi viðurkenning þess-
arar staðreyndar. Og sú viðurkenning verður aldrei
tekin aftur. Hún hefir einu sinni forðað Englandi frá
öreigabyltingu. Hún gerir það ekki um aldur og æfi.
En Englendingum stendur það enn til boða að afneita
banvænum dygðum, eins og þeir gerðu þá. Og þeir
gera það vafalaust. Sama leið stendur oss öllum opin.
Vér þörfnumst nýrra dygða: réttlætis, umburðarlyndis,
heiðarleika, vitsmunalegs áræðis. Án þeirra þurfum vér
ekki að gera oss nokkra von um að geta giftusamlega
hamið þau risaöfl, sem vísindi vor hafa lagt oss í hend-
ur. Með þeim geturn vér hins vegar endurskapað sam-
21
Jðiinrt XVII.