Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 54
324
Framvindan og sagan.
IÐL’NN
sem þeir menn hafi margir verið, sem um söguna hafa
fjallað, þá hafi pó engum tekist enn að ganga svo frá
skýringum sínum, að sagt yrði, að öll höfuðöfl sögunn-
ar rynnu hjá honum i einum stokki. Menn hafa jafnan
eftir á komið auga á enn einn strenginn, sem peim
hefir þá virzt við nánari íhugun svo markvcrður, að
sagan væri ekki nema hálfrituð, er hans væri eigi gætt.
Þetta er að sjálfsögðu ekki annað en við hefir mátt
búast, með því að greinargerð fyrir sögunni er sama
sem greinargerð fyrir mannlífinu, og að ráða gátur
þess allar er sama sem að vera alvitur.
Enda hefir svo farið, sem vænta mátti, að skýringar
á svona flóknu efni hafa verið svo margvíslegar, að
segja má, að þær séu óteljandi. En. i vali því, sem hér
fer á eftir, er þó ekki gripið úr þeim af handahófi einu.
Glöggir lesendur munu átta sig á, að flestar skýring-
arnar, sem drepið er á, eru næsta nákomnar almennu
pólitísku lífi þjóðanna á vorum dögum. Með þessu er
átt við, að þær pólitískar stefnur, sem nú eru efst á
baugi með menningarþjóðum, hafa sótt sér næringu
og stuðning í þessar mismunandi skýringar sögunnar.
Fyrir þá sök varðar hvern mann um þær, sem lætur
sig höfuðmál veraldarinnar — og þar á meðal forlög
síns eigin lands — nokkuru skifta.*)
Sagnfræðin er ekki gömul fræðigrein, þótt undarlegt
megi virðast. Því að frá því að leturgerð hófst, hafa
menn fengist meira við að rita um þau efni, sem sagn-
fræðin fæst við, en nokkur önnur. Myndletur Egypta
skýrir frá afrekum konunga og annara höfðingja öðru
fremur. Og svo er um megníð af þeim leifum, sem tiJ
*) í dæmum þcim, scm tckin eru i grein þcssarl 11 skýrintíar, er aö
miklu lcyti stuðst við bók Durants, „The Mansions of Philosophy.”