Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 58
328
Framvindan og sagan.
IÐUNN'
og forystulaus óreiða lýðræðisins elur af sér barbarisnm
að nýju. Viðkvæði sögunnar er da capo.
En svo niarkverð sem rit þessara manna voru, j)á
munu þó fræðimenn hugsa til Voltaires sem þess-
manns, er hafi vakið hið heimspekilega viðhorf á mann-
kynssögunni. Enda var hann ekki eingöngu lærðastur
maður á sinni öld, heldur af ýmsum talinn hafa búið
yfir öfluguslum vitsmunum, sem sögur fara af. Hann
var gerður útlægur úr föðurlandi sínu, er hann gaf út
rit, sem hann nefndi: Rit um sidi og lund pjóða og uni
höfuðsiaðregndlr sögunnar frá Karlamagnúsi fil Loo-
víks XIII.
Drottnar Frakklands hafa skilið það alveg rétt, að ef
ástæða væri nokkuru sinni til pess að þagga niðri í ;rit-
höfundi, þá átti að taka fyrir munninn á höfundi þessa
rits. I5ví að hann snéri við öllum hugmyndum manna
um, hvað aðdáanlegt væri og hvað lítilsiglt í sögunni
og þjóðlífinu yfirleitt.
Tilgangur Voltaires var annar en fyrirrennara hans £
sagnaritun, og fyrir því urðu aðferðir hans einnig ólík—
ar. Hann leit á frásagnir um ytri atburði og um svo-
nefndar sögulegar staðreyndir sem væri þetta sama
eðlis eins og farangur er her rnanns — það væri fyrst.
og fremst farartálmi. Óhjákvæmilegur að vísu stundum,.
en sagnaritarinn átti að kosta kapps um að láta þennan
tálma verða sem minst í vegi fyrir sér. Öll hugsun.
hans snérist um að gera grein fyrir því, sem í hans.
augum var eitt verulega mikilsvert í sagnaritun, og það.
var að rekja sögu mannsandans og menningarinnar.
Hann ritaði ekki um þjóðhöfðingja, heldur um hreyf-
ingar, öfl og mannheildir. Ekki um þjóðir, heldur um
mannkynið. Ekki um ófriði, heldur um framrás manns-
andans. „Þessi brottrekstur konunganna úr sögunni var