Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 64
334
Framvindan og sagan.
IÐUNN
og Fiume, England um heimshöfin og Ameríka fyrir
lýðræðinu!"
Naumast verður pó sagt, að nokkur meiri háttar
fræðimaður, sem hallast alvarlega að landfræðislegri
skýringu á mannkynssögunni, telji hana einhlíta. Flest-
ir sameina hana að meira eða minna leyti við aðrar
heildarskýringar. Svo er t. d. um Huntington, sem nú
ritar manna mest um jressi efni í Bandarikjunum. Land-
fræðisskýringar hans fléttast nokkuð fast við kynjrátta-
skýringuna. Öðrum verður starsýnt á hina hagfræöis-
legu söguskýringu í sambandi við landfræðina, en jió
verður hið síðarnefnda brennidepillinn.
En ekki væri rétt að hverfa svo frá jiessari stuttorðu
greinargerð fyrir hugmyndunum um áhrif lands og
lagar á Iijóðlífið, að ekki sé minst á, að einn íslenzkur
maður hefir skrifað ágæta ritgerð um athuganir sínar
og hugmyndir um áhrif lands vors á líf og lund íslend-
inga. Það er ritgerð dr. Guðmundar Finnbogasonar,
„Land og I)jóð“, í Árbók Háskólans fyrir nokkrum árum.
Sú ritgerð er sannarlega jiess verð, að henni sé gaumun
gefinn. Væri vel, ef fleiri fræðimenn færu á eftir með
slíkar yfirlits-ritgerðir, er verða mættu til jiess að varpa
ljósi á forlög jijóðarinnar. Því að enn eru sjónarmiðin.
of fá.
(Framh.)
Ragnar E. Kvaran..