Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Qupperneq 68
338
Uppeldismál og sparnaður.
IÐUNN
Þessar breylingar í viðhorfum og venjum uppeldis-
málanna hafa borist hingað að mestu leyti — eins og
flestar aðrar nýjungar, góðar og illar — utan úr
löndum. Þær hafa verið fluttar hingað heim af [reim
skólamönnum vorum, er dvalið liafa þar lengri tíma
eða skemri og kynst hafa ýmsum fremstu uppeldis-
stofnunum og starfsháttum þeirra. Þeir hafa metið þær
til gagns og áhrifa, felt þær inm í sín eigin störf og"
nemenda sinna ineð djörfung, en gætni, sniðið þær til,
svo sem bezt hæfði sjálfstæðu, íslenzku menningarlífi
á hverjum tíma.
Allar atvinnugreinar keppast um það, að „fylgjast
með tímanum", koma að nýjum breytingum, nýjum
umbótum í aðferðum og starfi, svo þær dagi ekki
uppi fyr en varir í fortíð, sem er orðin fjarlæg um
skoðanir og hætti, þótt hún sé skamt undan að árum.
í landbúnaði og iðnaði, sjávarútvegi og verzlun t. d.
er lagt í það mikið kapp og mikið fé að notfæra sér
framfarir annara þjóða sem fyrst og ítarlegast aö
verða má. Enda er það lífsnauðsyn. Ríkið leggur til
þessa geysi-mikið fé, utan lands og innan. Á vegum
þessara atvinnugreina eru flokkar manna, sem hafa að
aðalstarfi eftirlit og leiðbeiningar, hver á sínu sviði,
með þeim, er iðjugreinarnar stunda. Og fáir láta sér
annað til hugar koma en að því fé sé yfirleitt vel varið.
Hvernig er svo um uppeldismálin í landinu? Naumast
verða þ&u talin þýðingarminni. Ekki er uppeldi al-
þýðunnar minna vert en eldi nautpenings, hrossa, fjár
eða iiskseiða, með fullum skilningi fyrir því afarmikla
gagni, sem hlýzt þar af skynsamlegu fóstri.
Hx ernig sér nú ríkið uppeldismálum fólksins fyrir að-
stoð, hliðstæðri þeirri, sem veitt er áður nefndum
iðjugreinum? Ekki er íslenzkum skólum vanþörf á að