Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 69
ÍÐUNN
Uppeldismál og sparnaður.
339
fylgjast með peim straumbreytingum, sem eru að
verða í skólamálum þjóðanna. Skólarnir eru megin-
tæki manna til uppeldis og áhrifa á æskulýðinn. Því
neita fáir eða enginn. Hitt er og viðurkent, að atvinnu-
vegir eru til í þágu mannanna, en menn ekki í þágu
atvinnuvega. En af þessu leiðir aftur þá skýlausu niður-
stöðu, að uppeldi mannfólksins er öllu öðru fóstri
þýðingarmeira, og til þess má ekkert spara. Séu aðrar
þjóðir — og það jafnvel flestar — framar oss í kenslu-
og skóla-málum, er það skýlaus skylda ríkisvaldsins
að kappkosta öðru fremur að flytja þær framfarir inn
á starfssvið íslenzkra skóla, þar sem það á við. Það
verður aftur á móti naumast gert með öðru fretnur en
að efla starfandi kennara til utanfara. Og nú spyr ég
aftur: Hvað hefir verið gert af liinu opinbera í þessu
skyni ?
Jú, fjárveitingavaldið hefir fyrir þeim hlutum séð.
Þegar vel hefir látið í ári um fjárhaginn, hefir verið
áætlað 11/2—3 þús. krónur alþýðukennurum til utan-
fara. En þessi bruðlun hefir ætíð verið bundin við
sérlega hagstæðan fjárhag. Undir eins og hann hefir
orðið ískyggilegri, t. d. við miljóna-eftirgjafir til nokk-
urra einstaklinga gegnum bankana og margt því líkt,
þá var alt af eitt ráð óbrigðult. Það var að rétta við
fjárhag ríkisins með því fyrst og fremst að fella niður
þessar 1 i/u—3 þús. kr. til kennaranna. Þetta eru marg-
endurtekin úrræði Alþingis til mótvægis óhagstæðri af-
komu landsmanna. Þessi styrk-niðurfelling hefir verið
framkvæmd, ja ég veit ekki livaö oft alls.
Siðasla reglulegt Alþingi fekli þennan styrk niður,
neitaði um —3 þús. kr. til stéttar, sem telur nokluir
hundruð kennara, er lifa við einhver nánasarlegustu
sultarlaun, sem nokkur starfsmannastétt þessa lands