Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 72
.342 Uppeldismál og sparnaður. iðunn
Enginn skóli þjóðar vorrar hefir jafn-víðtæk áhrif
á fræðslu og alhýðumentun á þessu landi. Frá honum
liggja taugar út í hverja sveit og hvern bygðan af-
dal. Hann nær að orka svo að segja á hug og sálarlíf
hvers skólaskylds barns á íslandi — til sem mests gagns
og heilla, að ósk allra þeirra, er við þann skóla vinna.
Eru launakjör þeirra manna, sem vinna við eina
þýðingarmestu uppeldisstofnun ríkisins þannig, aö
þeir geti gefið sig óskifta að þvi starfi, sem auðsad-
lega er nauðsynlegt að gert sé? Og í öðru lagi: Eiga
þeir Jiess kost að heimsækja með stuttum millibilum
helztu uppeldisstofnanir erlendis og flytja þannig inn í
störf sín og verksvið kennaraefnanna þær umbætur,
sem glæsilegastar hafa reynst til farsældar og heilla á
auðmótaða æsku?
Fjarri fer, að svo sé.
Naumast mun til sú pakkhúsmannsstaða í Reykja-
vík, er ekki sé stórum betur launuð en starfsmenn
Kennaraskólans eru. Dyraverðir eða umsjónarmcnn
barnaskólanna hafa, þegar metin eru hlunnindi þeirra
— íbúð, ljós og hiti — til fjár, yfir 1000 kr. hærri
árslaun heldur en fastir kennarar við Kennaraskóla
islands.
Þetta kann að þykja ótrúlegt, en er eigi að síður satt.
Fjarri fer, að þetta sé sagt af lítilsvirðingu á starfi
'dyravarðanna né öfund yfir þeirra hag. En þegar borinn
er saman tilkostnaður við undirbúning þessa tvenns kon-
ar starfa og kostnaður, er í þvi felst að geta int þau
sómasamlega af höndum, þá spyr ég: Er nokkurt vit
í þessu og því líku háttalagi ríkisins? Og er nokkur
snefill af réttlæti í því gagnvart uppeldisinálum þjóðar-
innar og hlutaðeigandi starfsmönni'.m? Borgar það sig
fyrir ríkið, að níðast svo á þeim örfáu föstu starfs-