Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 79
riOUNN
Geimgeislarnir.
349
Vér vitum, aö í hvert skifti, sem efniseind sendir frá
sér geisla, missir hún um leið nokkuð af orku sinni.
Þessi útgeislaða orka streymir nú til allra átta í rúm-
inu, gengur í bylgjum, og lengd bylgjanna er alveg ná-
kvæmlega bundin við magn þeirrar orku, sem efnis-
eindin verður af með. Því meira sem orkumagnið er,
pví minni verður bylgjulengd geislanna. En eindunum í
geislahvolfi sólar bætist orkutapið með þeim hætti, að
þær draga til sin geislaorku frá dýpri lögum sólar-
'hvelsins.
Vér getum hugsað oss margs konar umbreytingar
efniseindanna, meðal annars pá, að eindakjarnar, sem vér
hugsum oss saman setta af enu smærri eindum — frum-
eind (proton) og rafeind (elekíron) — annað hvort sundr-
ist eða skapist. Frumeind er annaö nafn á kjarna vatns-
efniseindarinnar, sem er einföldust að gerð allra e,fnis-
einda. Vér hugsum oss kjarna allra efniseinda bygðaupp
af slíkum frumpörtum. Og hver umbreyting efniseindanna
hefir í för með sér umsetningu á orku, og venjulega
er pví samfara geislun. Oss eru yfirleitt ekki kunnar
aörar orsakir til geislunar en einmitt ummyndanir efnis-
einda. Og pví verðum vér að gera ráð fyrir, að geim-
geislunin eigi upptök sín í slíkum ummyndunum ein-
hvers staðar úti í alheimsrúminu.
Áður er tekið fram, að pað, sem sérstaklega ein-
‘kennir geimgeislana, er hin afar-stutta bylgjulengd, og
af pví getum vér pegar ályktað, að sú umbreyting
efniseinda, sem er upphaf peirra, muni vera gtíysi-sterk
— miklu sterkari en vér pekkjum dæmi til hér á jörðu.
'Hið sterkasta af pví tæi, sem vér pekkjum á jörðu vorri,
er ummyndun hinna svo nefndu geislaefna, og eðlis-
fræðingum reynist auðvelt að reikna út, að jafn-geysi-
■legt orkutap sem pað, er svarar til bylgjulengda geim-