Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 80
350
Geimgeislarnir.
IÐUNN
geislanna, á sér hvergi stað i geislaefnum jarðarinnar
og er þar yfirleitt óhugsanlegt. Hið eina, er hér gæti
komið til ólita, væri kraftar þeir, er byggja u|>p eindir
frumefnanna af frumeindum og rafeindum. Nú saman-
stendur eind vatnsefnis af einni frumeind og einni raf-
cind. Heliumkjarni er aftur samsettur af fjórum frum-
eindum og tveim rafeindum o. s. frv. Vér getum nú
hugsað oss, að einhvers staðar úti í rúminu sameinist
frumeind og rafeind og myndi vatnsefniseind. Efniseind
[tessi mætir svo á leiö sinni annari frumeind og tekur
hana upp í sig. Þessar sameiningar hafa ekki í för meö
sér neitt verulegt orkutap né geislun. En svo hugsum vér
oss, að tvær slíkar eindir — hvor um sig samsett af
tveim frurneindum og einni rafeind — hittist og renni
satnan. Myndast jrá helíumkjarni, og við j)essa samein-
ingu verður geysilegt orkutap. Orkutap Iretta kernur
fram sem geislun, og með nákvæmunr útreikningum
hafa vísindamennirnir komist að þeirri furðulegu niður-
stöðu, að slik geislun hlyti einmitt að fá sömu bylgju-
lengd og þá, sem mæld hefir verið hjá hinum styrk-
ustu geimgeislum. Petta bendir til, að einhvers staðar
úti í geimnum eigi sér stað helíum-myndun. En helíum
er mjög létt lofttegund og næst vatnsefninu það frum-
efnið, sem einfaldast er að gerð.
Meö líkum hætti hefir verið rannsökuð myndun súr-
efnis- og kísil-einda, en þessi frumefni bæði eru
einhver allra algengustu og útbreiddustu efni þcssa
heims. Otreikningar hafa leitt í ljós þá merkilegu stað-
reynd, að rnyndun eindakjarna ])essara efna hefir í för
með sér orkutap og geislun, sem svarar nákvæmlega
til þeirra bylgjulengda, sem mældar hafa verið hjá
tveim öðrum aðaltegundum geimgeislanna. Hað er því
fnll ástæða til að ætla, að geimgeislunin sé einmitt