Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 83
IÐUNN
Oeimgeislar.
353
hefir í för með sér. Úr ]>ví fer hitastig stjörnunnar aftur
að lækka samtímis því, að yfirborð. hennar verður æ
minna. Tvennar orsakir, sem sé lækkað hitastig og
minkandi yfirborð, leggjast nú á eitt til þess að draga
úr ljósmagni stjörnunnar. Hún verður smátt og smátt
að dvergstjörnu. „Guli dvergurinn" verður að „rauðum
dverg“. Það var lengi ætlun vísindamanna, að á yfir-
borði slíkrar stjörnu hlyti að lokum að mvndast föst
skorpa í likingu við jarðskorjmna. Nú eru þeir horfnir
frá þeirri skoðun. Slíkt virðist ekki geta átt sér stað
um stjörnur, sem eru fæddar með svo miklu efnismagni,
að ]>ær á annað borö séu ])ess um komnar að „hita sig
upp“ og verða geislandi sólir. Enski eðlisfræðingurinn
Milnc hefir leitt rök að þeirri cinkennilegu staðreynd,
að fyrir hverja stjörnu finnist alveg ákveðið Ijósmagn,
sem stjarnan getur ekki farið niður úr án þess að rót-
tækar breytingar verði á ástandi hennar og allri starf-
semi.
Stjarna samanstendur eingöngu af loftkendum efnum,
en i iðrum hennar eru efnin í nokkurs konar upplausn-
ar-ástandi; annars gartu þau ekki verið jafn-saman-
þjöppuð og alt bendir til að þau séu í iðrum sólnanna.
Uin þenna kjarna af „úrkynjuðu" efni lykur svo geysi-
mikiö hvolf loftefna í venjulegu ástandi. Lækki nú hita-
stig stjörnunnar niður í það mark, er áður var nefnt,
hlýtur stjarnan að hrynja saman, ef svo má að orði
komast. Upp frá því er hún orðin stjarna af óheyrileg-
um þéttleika, þúsund sinnum þéttari en jörð vor. Slika
stjörnu köllum vér „hvítan dverg“. Umskiftin verða
fyrir eins konar sprengingu, skyndilega. Hér á jörðinni
segjum vér, að ný stjarna sé runnin upp. Vér sjáum
liana blossa upp með feikna-hraða; vér sjáum hana
slöngva lofthvolfi sínu út í rúmið, en innan skamms er
23
Jðunn XVII.