Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 85
IÐUNN
Geiingeislar.
355.
eða annan hvítan dverg. Við yfirborð hvíta dvergsins
er aðdráttaraflið ntörgum sinnum sterkara — vegna
þéttleika stjörnunnar en á yfirborði sólar vorrar..
Efniseind, sent berst inn í þetta öfluga kraftsvið, á
vissulega aldrei afturkvæmt þaðan. Pannig getum vér
hugsað oss, að hvitu dvergarnir, sent reika hljóðlaust
um rúmið, safni að sér hinum nýmynduðu efniseindunt
og nteð þessunt hætti birgi sig upp smátt og smátt af
nýju efni og nýrri orku, sem hjálpar þeim yfir depil
hins dauða jafnvægis og hrindir þeim af stað inn á
brautir nýrrar þróunar.
Springur tunglið ? BlaOatrétt frá Lundúnunt hermir, að
liinn víðkunni stjömufræðingur Sir James Jeans hafi ný-
lega í fýrirlestri látið i ljós þá skoðun, að lunglið ntuni í
tiltölulega náinni framtíð nálgast jörðina og breytast svo
við það, að það verði eins og egg í lögun. Og að lokum
muni það sundrast við sprengingu og brotin mynda hring
umhverfis jörðina, svipaðan hringununt um Satúrnus. Ekki
er þess getið, að Sir James hafi til tekið, hvenær vér mætt-
um eiga von á þessari sprengingu.
Annars hafa menn fyr verið að bollaleggja um það, að
(unglið dragist nær og nær jörðu. En talið liefir verið,
að það myndi eiga langt í lancí, að tunglið kæmi svo nærri
oss, að hætta væri á að það springi -< í fyrsta lagi eftir
svo sem hundrað þúsund ár. — Og sennilega myndi slík
sprenging ekki hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
jörðina. Nokkrir mánasteinar kynnu að falla niður á yfir-
borð hennar, og í stað tunglsins gamla myndi jörðin fá um
sig belti í líkingu við Satúrnus. Sprengingin sjálf yrði
sennilega skyndileg. Ekki er það vitað, að slíkir viðburðir
hafi átt sér stað innan sólkerfis vors síðan sögur hófust,
en ýmislegt Jrykir benda á, að hringar Satúrnusar séu
þannig til komnir.