Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 92
362
Orðið or laust.
JÐUNN
lítil menning. Bæirnir voru í einkennilega góðu samræmi við
landslag og staðhætti. Og frá listrænu sjónarmiði voru jieir
stórum meira virði en rokna steinsteypuhúsin, sem Kr. E. A.
talar um, að reist séu í sveitunum og ættuð eru úr Reykja-
vík. Byggingameistararnir voru [)ó venjulega bændurnir
sjálfir. Hver bóndi bygði sinn bæ, eða a. m. k. sótti ekki
til þess menn út fyrir sveitina sína.
Raðstofurnar gömlu báru ekki vott um neina ómenningu
■eða fákunnáttu i verklegum 'efnum. Heimilisiðnaðurinn
var haldgóður og oft áferðarfallegur. Har, sem bezt var
iinn gengið, bar hver hlutur vott um þrifnað og hagleik og
skipulagsgáfu. Hagleiksmenn á tré og málm hafa verið og
eru enn fjölmargir í sveituniun, og gefa verk sumra þeirra
ekkert eftir verkum iðnlærðu mannanna í höfuðstaðnum,
■og eru verk þeirra þú ekki Ijót ásýndum og bera mörg
wott um listrænan smekk.
Vélfræði ýmis konar virðist og ekki liggja illa fyrir ísl.
•alþýðu. A. m. k. verður breiðfirzkuin alþýðumönniun ekki
skotaskuld úr ]>ví að setja niður og stjórna margs konar
mótorvélum, jafnvel þó þeir hafi aldrei séð þær og engin
kynni af þeim haft, fyr en þeir tóku þær úr umbúðunum.
•Og einhvern tíma hefi ég heyrt, að skaftfelskir alþýðumenn
gætu eitthvað fengist við rafmagn og rafmagnsvélar, ])ó
þeir hefðu ekki alla sína kunnáttu úr Reykjavík.
Báta sína seglbáta og mótorbáta hafa menn við sjáv-
•arsiðuna smíðað og smíða enn. Og á þeim hafa þeir getað
bjargað sér um firði og flóa, engu siður en þeim bátum,
sem smíðaðir eru af iðnlærðum mönnum í Reykjavík.
Varfæmi við búpening virðist mörgum sveitamanninum í
blóðið borin, og ýmsar aðgerðir á skepnum framkvæma
þeir með góðum árangri, s. s. geldingar á hestum og sauðfé,
bólusetningu við bráðapest, l)arkasprautun gegn lungnaorm-
aim o. fl.
Og loks eru þau ekki svo fá landsins börn, sem ólærðar
Ijósmæður hafa tekið á móti og hjálpað til lífsins með
góðum árangri.
Ráðherrar hafa verið sóttir upp í sveitir. Bókaverðir
á sömu slóðir. Og ég hefi ekki sagnir af, að þeir hafi leyst
störf sín ver af hendi en Kr. E. A. og aðrir langskóla-
gengnir meistarar.