Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 97
IÐUNN
Orðið er laust.
367'
komast hvergi að, en lygi og ódrenglyndi eiga að vera aðal-
hvatir þeirra, er i þau rita. Og svo klykkir hann út með
þeirri staðhæfing, að íslenzka ])jóðin yfir höfuð kunni
])essu vel og jafnvel klappi lof í lófa og kjamsi í báða.
vanga yfir slíkri stefnu og framkomu í blaðamensku.
Hvílík pó dæmalaus lýsing á nútíma íslenzku velsæmiL'
Og þokkaleg liugvekja - eða hitt þó heldur fyrir út-
lenda mentamenn, er kunna að rekast á þetta og þvílík
skrif! Eða livað hyggur Pórbergur að sé unnið með því, að
standa sífelt með bogið bak í slíkum skitmokstri við'
vörðusteina farinna vegfarenda jaínt og samferðamannanna?1
Efalaust má gera ráð fyrir því, að íslenzkri blaðamensku
sé í mörgu áfátt, líkt og á sér stað i öllum löndum. Þar
ræður oft meira en vera skyldi kapp um flokksmál og ó-
fyrirleitnar hnippingar. En slikt á sér stað hjá öllum
þjóðum og er ekkert sérstakt einkenni íslenzkrar blaða-
mensku. Og svo mun það jafnan verða, þar til máske
Bolsvíkingum eða einliverri annari slíkri ofbeldissvívirðing
tekst það að múlbinda alla ’frjálsa hugsun og skrif.
Við íslendinger hér vestur í Ameríku höfum í nær þvi
hálfa öld gefið út blöð á íslenzku máli, þar sem oft hefir
ósi)art verið kastað hnútum og kjálkabeinum, ])ví við vorum
lierskáir og óvandaðir í orðasennu. Fyrir þetta höfum við
stundum að verðleikum þegið ákúrur frá ágætis-ritsmiðum
á ættjörðinni.
En svo nú — þetta herrans ár 1933 birtist þessi.
makalausa Hvítasunnupredikun, bármafull af illmælum og
ósóma-orðbragði, rituð af einum pennafærasta manni þjóð-
arinnar og gefið flugfang á blaðsiðum eins útbreiddasta
íslenzka tímaritsins. Þetta og þvílíkt rifjar upp hjá mamji
gamla málsháttinn: „Þeir, sem búa í glerhúsum, ættu ekki
að kasta steinum."
Svona bara sem bending mætti heimfæra til Þórbergs
Þórðarsonar hendingarnar, sem Jón Ölafsson kvað um árið
til prests eins og vinar síns hér vestur í Ameríku:
„Ég íslenzku blaðanna séð hef ei sæinn
Sárlengi eins sléttan og nú, hann er lygn.
Hvort sérðu ofsjónir eða ertu skygn,
er þú sérð drauga um liábjartnn daginn?“