Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 101
IÐUNN
Bækur.
371
hverjum til pess að hugsa af alvöru til þeirra kyrlátu„
sem bera liita og þunga dagsins. —
Það má segja, að einn meginstraumur gangi gegnum alla
bókina: Hverfið aftur til jarðarinnar. Skáldið hryggist yfir
eyðibæjunum og yrkir um moldina í dalnum. Og moldin
getur gefið alt. Undiralda þessa straums er söknuður yfir
því, sem sveitirnar hafa mist, og þrá eftir friðlandi fjalla-
hlíðanna.
Hér eru setningar úr kvæðúnum á víð og dreif, er benda
á þetta:
Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu,
sem festu rætur í íslenzkri jörð.
En nú eru fáir, sem óðulin erfa,
sem una sér helma í kyrð og ró.
Bæjarburstirnar hverfa,
og börnin flytja að sjó.
(Nú fækkar þeim óðum.):
Grjótið er þeim gramast,
sem gróðurilminn þrá.
. . . þess enginn bætur ber,
sem burt úr dalnum fer.
Þeir festa fæstir yndi
við fjörur eða sker.
(Dalabóndi.)’
Ljósið er dautt, sem í bænum brann,
bóndinn gleymdur, sem reisti hann.
(Langt upp á heiði.)
Ef ég að borginni baki sný,
þá brosir við augunum veröld ný
full af ódáinsangan.
(Bláfjöll.)
Moldin er þín.
Moldin er góð við börnin sin.
Hýstu þér bæ,
hlé fyrir vindum, regni og snæ.