Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 102
372
Bækur.
IÐUNN
Tak hest pinn og plóg.
Helga pér jörö . . . hér er landrými nóg.
(Mold.)
Og Davíð hefir enn innilega tilhneigingu til pess að ráð-
ast á kirkju og presta, eins og dæmin sanna:
Sitt heilaga kall lézt kirkjan rækja.
Á kyngi hennar var ekkert hlé.
Þeim var liún góð, eins og gáfuð skækja,
sem gáfu henni lönd og fé.
(Vökumaður . . .)
Hann minnist á
„útburði krisiinnar kirkju".
(Fylkingin hljóða.)
Oft er minna um mildi og líkn
en messur og hænagjörð.
(Barn í porpinu.)
Rödd hans var bæði rám og köld,
eins og ræða hjá trúlausum presti.
(Ég pekti hann ungan.)
. . . og heimska er, sé hungur fyrir stafni,
að halda, að menn lifi á Jesú nafni.
— brauð er soltnum hollara en messa.
Einn spaðbiti var máttugri en messa.
(Kirkja fyrirfinst engin.)
Heldur kýs ég heiðið rann,
sem Hund-Tyrkirnir bjóða,
en kirkju pá, sem kvölum ann
og krossfestir hið góða.
(Ur vísnakveri Tyrkja-Guddu.)
Davíð h.efir í fyrri bókum sinum lagt kirkjunni ýms
hnjóðsyrði. En nú, pegar skáldið Iikir kirkjunni við skækju,
kemur séra Benjamín Kristjánsson fram fyrir hönd prest-
anna og pakkar skáldinu fyrir.