Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 105
IÐUNN
Bækur
375
sýna kvæði eins og Fyrsti þroski og Góða ferð! En hann
kærir sig ekki um að halda sýningu á tilfinningum sínum.
„Pú ert svöl og dul,“ sagir hann um ættjörðina, og svo
mun honum sjálfum og farið.
J. Th. þykir stundum nokkuð stirðkvæður. Pað áttu þeir
líka til, Grímur og Stephan G. Sumum finst á skorta hjá
honum ljóðræna mýkt og smekkvísi. En þegar honum tekst
bezt upp, þekki ég fáa, sem meitla skýrar og skarpar
hugsanir í jafn-fá og þungvæg orð eins og hann. f kvæðinu
um Hildigunni les ég t. d. þessar ljóðlínur, sem geyma í sér
dulramt töframagn:
Atburðanna ógnavagni
ekið var af duldu magni
skemstu leið til blóðs og báls.
Skáldfákur hans fer ekki alt af á slíkum kostum, satt er
það. Á næsta blaði við Hildigunni er kvæði, sem hann nefnir
Barnakona. Þar kveður hann svona:
Hve æskunnar draumur, hinn indæli, blíði,
er orðinn að kynlegu, dunandi stríði. —
1 skyldunum hvín, en þó hvomsar í þörfunum,
hvernig sem hert er á daglöngum störfunum.
O. s. frv.
Þetta mundi nú vera kallað að láta ljóðfákinn brokka. Ég
efast um, að nokkru þjóðskáldi öðru en J. Th. leyfðist
að yrkja svona. En skýrleik skortir hana ekki, þessa mynd.
Við heyrum blátt áfrani hvlna í skyldununr og hvomsa
I þörfunum. Við heyrum di/ninn af lífsbaráttunni. Og Jakob
væri ekki Jakob, ef hann lofaði ekki klárnum að brokka
endrum og eins.
En svo eitthvað sé nú sagt um þessa bók, þá kennir í
benni æði margra grasa. Þar er allmargt ferðakvæða:
Gisting í Húsey, Herðubreið, Svörtuloft, Á Breiðamerkur-
sandi, Skaftafell o. fl. Þá eru sögur í ljóðum, eins og Boð-
flennan og Öráð. Kvæði um sögupersónur, svo sem Fanginn
á St. Helenu, Eyjólfur Bölverksson og Hildigunnur (eitt
af kröftugustu og beztu kvæðum skáldsins). Svo er þarna
margt hugleiðinga um ýms fyrirbrigði mannlifsins; enn
fremur minningarljóð um nokkra merkismenn þjóðarinnar.
Loks vil ég nefna tvö kvæði, sem ég staldraði við: Hróður