Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 108
378
Bækur.
IÐUNN
:góða, ganila kona Kristrún Símonardóttir með syni sínum,
Fal Betúelssyni. Pað er fjarri því, að lifið hafi alténd
malið undir hana Kristrúnu. Það hefir ekki verið annað
>en aml og bardúss og þung prófun á mar'gan veg. Einn
barnunginn hennar kom andvana lík; af þremur ððrum
vesalingum, sem hún í þenna heim fæddi, sleit himna-
faðirinn lífið — hvað hann nú meinti með því. Með hana
'Gunnu hennar, aumingjann, fór það svoleiðis, að hún af
-vansælu og þankastríði tumbaði sér í sjóinn suður í þeirri
'stóru Babýlon — og komst rétt helzt í blöðin. Og syni
hennar, honum Láfa litla, var hreytt út í hana veröld, svo
að hann týndist í þeim stóra sá. Hann fór með norskum
hvaifangara eins og hver annar arkarhrafn, og spurðist
ekki til lians meir. En bóndi hennar og herra, hann Betúel
:sæli Hallsson, mundi hafa hrapað úr bjarginu, leitandi sér
’Og sínum að björg á gamals aldri — ,,og var borinn heim
í þessa baðstofu eins og hvert annað hrat, sem hún veröld
skyrpir út úr sínutn rnunni." Nú á ltún Kristrún ekki annað
’eftir en hann Fal, og nú snýst hugur gömlu konunnar um
það að varðveita óðalið í ættinni, sjá syni sínum fyrir
jténánlegri meðhjálp og hjáipa honum til að hreiðra um
.sig í henni Hamravík.
Nú ber svo við, að einstæðings-kvenmaður rekst til
'Hamravíkur, Aníta nokkur Hansen. Kristrún gamla sér autn-
rnr á henni, og það verður úr, að hún ílengist þai' í víkinni.
Hún reynist artug og þénanleg manneskja í allan handa
máta, og innan stundar er hún Kristrún farin ,að bolla-
'leggja um að koma þeim Fal undir eina og sömu sængur-
tiluna. En stúlkukindin er svo að segja komin af fjöllum
'Ofan og þykir eitthvað misþenkileg í sínu háttelsi, og
■ekki Iíður á löngu áður en hreppstjórinn í þeim hreppi
■Grundarhreppi gerir sér ferð til Hamravíkur til að fof-
vitnast um liagi hennar og fortíð. En hún Kristrún læt-
ur nú fortíð vera fortíð, og hún er ekki fædd í gær og
veit, hvernig þessi guðs og kóngsins valdsmaður verður
bezt meðhöndlaður. Hún bara fyllir hann á dökkrauðu
frönsku víni, sem drottinn hafði Iátið berast í stórbrimi
upp á sandinn. Þar með er komið í veg fyrir óþarfar
eftirgrenslanir og hnýsni um hagi Anítu Hansen af yfir-
•valdanna hálfu.