Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 108

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 108
378 Bækur. IÐUNN :góða, ganila kona Kristrún Símonardóttir með syni sínum, Fal Betúelssyni. Pað er fjarri því, að lifið hafi alténd malið undir hana Kristrúnu. Það hefir ekki verið annað >en aml og bardúss og þung prófun á mar'gan veg. Einn barnunginn hennar kom andvana lík; af þremur ððrum vesalingum, sem hún í þenna heim fæddi, sleit himna- faðirinn lífið — hvað hann nú meinti með því. Með hana 'Gunnu hennar, aumingjann, fór það svoleiðis, að hún af -vansælu og þankastríði tumbaði sér í sjóinn suður í þeirri 'stóru Babýlon — og komst rétt helzt í blöðin. Og syni hennar, honum Láfa litla, var hreytt út í hana veröld, svo að hann týndist í þeim stóra sá. Hann fór með norskum hvaifangara eins og hver annar arkarhrafn, og spurðist ekki til lians meir. En bóndi hennar og herra, hann Betúel :sæli Hallsson, mundi hafa hrapað úr bjarginu, leitandi sér ’Og sínum að björg á gamals aldri — ,,og var borinn heim í þessa baðstofu eins og hvert annað hrat, sem hún veröld skyrpir út úr sínutn rnunni." Nú á ltún Kristrún ekki annað ’eftir en hann Fal, og nú snýst hugur gömlu konunnar um það að varðveita óðalið í ættinni, sjá syni sínum fyrir jténánlegri meðhjálp og hjáipa honum til að hreiðra um .sig í henni Hamravík. Nú ber svo við, að einstæðings-kvenmaður rekst til 'Hamravíkur, Aníta nokkur Hansen. Kristrún gamla sér autn- rnr á henni, og það verður úr, að hún ílengist þai' í víkinni. Hún reynist artug og þénanleg manneskja í allan handa máta, og innan stundar er hún Kristrún farin ,að bolla- 'leggja um að koma þeim Fal undir eina og sömu sængur- tiluna. En stúlkukindin er svo að segja komin af fjöllum 'Ofan og þykir eitthvað misþenkileg í sínu háttelsi, og ■ekki Iíður á löngu áður en hreppstjórinn í þeim hreppi ■Grundarhreppi gerir sér ferð til Hamravíkur til að fof- vitnast um liagi hennar og fortíð. En hún Kristrún læt- ur nú fortíð vera fortíð, og hún er ekki fædd í gær og veit, hvernig þessi guðs og kóngsins valdsmaður verður bezt meðhöndlaður. Hún bara fyllir hann á dökkrauðu frönsku víni, sem drottinn hafði Iátið berast í stórbrimi upp á sandinn. Þar með er komið í veg fyrir óþarfar eftirgrenslanir og hnýsni um hagi Anítu Hansen af yfir- •valdanna hálfu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.