Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 111
IÐUNN
Bækitr.
381
gefni Passíusálmanna skortir hana tilfinnanlega. „Pað varð
nú að finnast mát á því að eindengja sínum áhyggjum
upp á æðri maktir." Til er sálmvers, sennilega mjög gamalt,
sem hljóðar svo:
Er með hnútasvipu í hendi,
hreinsað hafði ’ann guðs hús.
Upp á fjallið aftur vendi
óðalsbóndinn Jesús.
Þetta mundi nú tnega kalla að gera kristindóminn bæði
þjóðlegan og alþýðlegan, og er ekki ólíklegt, að t. d. Ás-
fjölskyldunni myndi slíkt mjög að skapi. Einmitt á þessa
lund er líka trúarviðhorf Kristrúnar í Hamravík. Hún orðar
það mjög svipað sálminum, en þó enn betur og þjóð-
legar á bls. 91: „öll mannkindin mundi þurfa mæðuklak-
ann að krafsa, áður en hún kæmist á garðinn í þeim
miklu beitarhúsum þess mektuga óðalsbónda, sem hvorki
þurfti að svara sköttum né skyldum til kóngs eða klerks.“
Samband hennar við þann háa herra er rétt helzt viðskifta-
legs eðlis, eKki ósvipað landsetans við óðalsbóndann. Þegar
eitthvað hleypur á snærið fyrir henni Kristrúnu, hugsar
hún á þessa leið: Honum hefir nú kannske eins og fundist
það, að honum veitti ekki af að leggja einhverja óveru
inn í reikninginn sinn hérna í henni Hamravík. Eða: Hann
þóttist nú líklega hafa rutt sig, sá sem á hæstum Sat
tróninuni. Vitaskuld veit hann, hvað hann syngur, himna-
faðirinn; hann hefir svo sem máttinn, ef viljinn væri þá
þar eftir. En ekki er hún Kristrún gamla ugglaus um,
að hann kunni að hafa það til að brúka knífirí við vesalar
mannkindur, ef svo ber undir. Og ef til þess kæmi, að
hann sýndi sig í slíku við liana — sem ekki hefir nú verið
ðrgrant um — þá er hún Kristrún staðráðin í að taka þann
kostinn heldur, að halda upp í báruna, en hinn, að láta
skríða undan. „Yrðir þú með eitthvað rex eða vesen út
af mínu áralagi, þá er nú hætt við, að ég legði kollhúfur."
En á hinn bóginn er hún Kristrún gamla svo mikil heiðurs-
og skila-manneskja, að henni er ant um, að hann eigi hreint
ekkert hjá henni, þegar hlutaskiftin eiga fram að fara.
Eins og sjá má af þessu hraflkenda yfiriiti, er hér um
að ræða bæði óvenjulega persónu og óvenjulegan frá-