Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Qupperneq 112
382
Bækur.
IÐUNN
sagnarstíl. Ég hygg, að stórbrotnari, heilli eða lífrænni
persóna hafi ekki verið mótuð í íslenzkum bókmentum á
þessari öld en þessi frumstæða alþýðukona frá yzta út-
skaga landsins. Aukapersónurnar eru einnig prýðilega dregn-
ar, einkum Falur. Með Ölaf (Arkarkrumma) virðist mér
höf. hafa tekist einna lakast. En hún Kristrún gamla er
svo mikil í viðum, að það er hún, sem fyllir bókina og
skyggir á alla aðra; fyrir hennar munn er sagan sögð, þótt
í þriðju persónu sé, og atburðir allir séðir með hennar
augum.
Ef til vill eru þeir nú orðnir fáir, jafnvel norður á
Hornströndum, sem tala eins og Kristrún í Hamravík. Ég
gæti bezt trúað því, en brestur á því kunnugleik. En sé
svo, að þetta tungutak sé að hverfa úr sögunni, þá var því
meiri ástæða til að festa það á bók. Annars er fjarri því,
að nokkur dauðamörk sjái á frásagnarstíl þessarar bókar.
Hann verkar einmitt svo bráðlifandi, að leitun mun á öðr-
um eins. Það er vegna þess, að höf. lætur gömlu konuna
koma til dyranna eins og hún er klædd, án þess að
keyra hugsanir hennar og tungutak í dróma hátíðlegs bók-
máls. Ég get hugsað mér, að einhverjum „púristum" meðal
málfræðinga kunni að súrna sjáldur í augum yfir sumum
orðum og talsháttum hennar Kristrúnar, sem höf. gerist svo
djarfur að láta á þrykk út ganga. Það þarf hann ekki að
taka sér nærri. Vestfjarða-mállýskan hans á fullan rétt
á sér. Því þessi bók er í raun og veru skrifuð á mállýsku.
I því efni hefir höf. farið að dæmi ýmsra góðkunnustu
höfunda Norðmanna. Ég þori að fullyrða, að hefði Hagalín
ekki átt dvöl í Noregi og haft náin kynni af málstreitunni
þar og norskum bókmentum á sveitamáli, hefði hann
ekki haft áræði til að skrifa bók eins og þessa og senni-
lega aldrei dottið það. í hug. En það var hvort tveggja, að
hann átti þessu láni að fagna, enda kunni að hagnýta sér
þá lærdóma, er það gaf. Með Kristrúnu, i Hamravík hefir
honum auðnast að skapa verk, sem mun standa. Á.
Halldór Kiljan Laxness: Fótatak manna.
Sjö þættir. Útgef. Þorsteinn M. Jónsson. Akur-
eyri 1933.
Halldór Kiljan bregður á loft flestum hinum blikandi