Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 114
.384
Bækur.
IÐUNN
Hin kyrra móðurgleði . . .“
I öðrum sögunum dregur höf. upp sterkar og skýrar
myndir af átakanlegu mannlegu volæði, en liann gerir pað
■á þann hátt, að lesandinn staðnar og hugsar sig um, sam-
úðin streymir frá höf. og flæðir yfir þann, sem ekki er
innan girðingar fordóma og fyrirframsannfæringar um
það, að Kiljan geti skrifað nokkuð göfugt og fagurt.
„Og lótusblómið angar . . .“
Áttræð kona stendur á götuhorni í stórborg og kemst
■ekki yfir götuna. „Hún snýr við aftur til sama lands og
borar hárstrýinu inn undir liattkúfinn sinn með puttunum,
til að draga athygli manna frá því, að henni hafi mistek-
ist.“ — Drengur, sem safnar vindlastu'bbum og bréfadrasli,
skilur skjóðuna sína eftir og leiðir gömlu konuna yfir
götuna. Og nú getur gamla konan dáið glöð, af því að hún
hefir í fyrsta skifti mætt lifandi sál. Hún er feimin. En
drengurinn tapar skjóðunni, sem er í raun og veru fjár-
sjóður hans. Hann þarf að gráta. Hann þarf að öskra út
yfir borgina yfir því, hve særður hann er, fátækur, ein-
mana vesalingur. En einhver stingur pening í lófa drengs-
ins. Heima liggur dauðvona móðirin, og hjá henni sitja tveir
fílefldir karlmenn. Það eru aðkomumenn, en hittast þarna
og ]>rátta af miklum móði um lögmál lífsins og guð al-
máttugan. Par mætast hræsnisleg og velgjulega orðskrúð-
ug guðræknin í föður Jóhannesi skirara og guðleysinginn,
ádeilugjarn og stórorður, í Entoskin. Umhverfið er undar-
legt, fátæklegt og ömurlegt, konan er eins og visið strá
og utan við samræðurnar. En þegar fátæki drengurinn
kemur heim til sín, sundrast alt hið vísdómslega og guð-
rækilega tal og ádeilur, því að drengurinn gengur látlaust
að því að sinna hinum einföldustu þörfum; hann hitar
mjólkurbland handa móður sinni og steikir kartöfluspæni.
Eftir það gripur hann fiðlu sína og leikur eins og hann
finni ekki til nálægðar nokkurs manns. En tónarnir hafa
þau áhrif, að „augnaráð skynsemisdýrkandans tekur að
flögra í óvissu, ræður guðsmannsins nema staðar í miðri
ritningargrein, kvöl sjúklingsins í miðri stunu“.
Þá eru sögurnar „Nýja lsland“, „Saga úr síldinni", „Sag-
an af Nebúkadnesar Nebúkadnesarsyni", myndir og æfi-
.sögur einstæðinga og manna, sem á einn eða annan hátt