Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1980, Side 26

Ægir - 01.03.1980, Side 26
þessara landa og seldar þar 6804 lestir. í mörgum af þessum söluferðum fékkst mjög gott verð fyrir afl- ann. Löndunarhafnir eru eins og áður Bremerhaven og Cuxhaven í Þýzkalandi og Grimsby og Hull í Englandi. Árið 1979 er hagstæðasta árið um mjög langt ára- bil í sögu Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda. Ástæðan er fyrst og fremst hinn aukni afli, sem kemur nú í kjölfar hinnar miklu friðunar í íslenzkri fiskveiðilögsögu, og ber þar hæst brotthvarf útlend- inga af íslenzku fiskmiðunum. Urvalsskipshafnir eru nú á þessum skipum og gæði aflans hafa batnað. Meðalafli á skip á árinu 1979 voru 4232 lestir. Þrátt fyrir bætta stöðu þessarar útgerðar munu erfiðleikar margra undanfarinna ára enn verða fylgifiskur, misjafnlega þó á milli útgerða. Jón Reynir Magnússon: Fiskmjölsframleiðslan 1979 Fiskmjölsframleiðslan á árinu 1979 varð rúm 206 þúsund tonn, um 6 þús- und tonnum meiri en 1978, en þá komst ársfram- leiðslan í fyrsta sinn yfir 200 þúsund tonn hér á landi. Framleiðslan á loðnu- mjöli varð 6 þúsund tonn- um meiri 1979 en 1978, einnig varð þorsk- og karfamjölsframleiðslan meiri 1979, en kolmunna- og spærlingsmjölsframleiðslan mun minni en árið á undan. Skipting framleiðslunnar er þannig: Tonn Þorskmjöl ................................... 35.070 Karfamjöl .................................... 6.091 Loðnumjöl .................................. 160.499 Spærlingsmjöl ................................ 2^828 Kolmunnamjöl ................................... 439 Síldarmjöl ................................... 1.362 Samtals ............................... 206.289 Eins og undanfarin ár er uppistaðan í fiskmjöls- framleiðslunni loðnumjöl og var loðnuafli 1979 948.355 tonn, þrátt fyrir veiðitakmarkanir, sem teknar voru upp til verndunar loðnustofninum- Mikil óvissa ríkti seinni hluta ársins um hversu miklar veiðitakmarkanirnar yrðu. Þetta olli fisk' mjölsframleiðendum töluverðum erfiðleikum við sölu á afurðunum og voru fyrirframsölur óvenju litlar í byrjun þessa árs. Útflutningur fiskmjöls á árinu 1979 varð nokkru minni en 1978 eða 196.018 tonn á móti rúmum 204 þúsundum þá. Útflutningurinn skiptist þannig eftif tegundum: Tonn Þorskmjöl .................................... 29.072 Karfamjöl ..................................... 2.634 Loðnumjöl ................................... 157.475 Spærlingsmjöl ................................. 3.446 Annað fiskmjöl ................................ 3.391 Samtals ............................... 196.018 Birgðir í árslok voru rúm 13.000 tonn, en voru rúm 10.000 tonn í ársbyrjun. Nákvæmar tölur um sölu á fiskmjöli innanlands eru ekki fyrir hendu en áætla má að hún hafi verið um 6000 tonn, sem er nokkru meira en undanfarin ár vegna óvenju lélegs og lítils heyfengs. Skipting útflutningsins er þannig eftir viðskip13' löndum: Alsír........ A-Þýzkaland Belgía ...... Bretland .... Danmörk ... Finnland .... Frakkland ... Holland ..... Iran ........ ftalía ...... Kýpur ....... Líbanon .... Júgóslavía ... Pólland ..... Portúgal .... Rúmenía .... Svíþjóð ..... Tékkóslóvakía Ungverjaland V-Þýzkaland Tonn 3.099 1.806 1.144 65.315 1.006 29.106 4.357 5.097 5.460 4.063 202 796 14.895 13.479 5.595 12.127 1.981 15.949 5.028 5.513 Samtals 196.018 Eins og á árinu 1978 má sjá af þessari skiptm?11 að stór hluti af fiskmjölsframleiðslunni fer á f)ar læga markaði og hefur það haft í för með sér mimlli framboð á okkar hefðbundnu markaði í V-Evróp11, sem hefur átt mikinn hlut í að halda markaðsvef inu þar í viðunandi horfi. Verð á fiskmjöli var mjög stöðugt allt árið og va 146 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.