Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1980, Side 28

Ægir - 01.03.1980, Side 28
skreið sem seljast skal til Ítalíu má ekki frjósa í verk- un. Frost voru fram í maí og veiðibann dró mikið úr framleiðslu skreiðar. Yerkun skreiðar að sumarlagi: Talsvert var hengt upp af skreið í júní ogjúlímán- uði einkum í Eyjafirði og nokkrum stöðum sunnan- lands. I einni af leiðbeiningum um skreiðarverkun, sem Fiskmat ríkisins gaf út á sínum tíma var ekki talið ráðlegt að hengja upp skreið eftir 20. maí vegna hættu á því að fiskiflugan víaði fiskinn. Það fór þó eftir hitastigi á hverjum tíma. Til þess að koma í veg fyrir að flugan víaði þá var fiskurinn þveginn eða skolaður fyrir upphengingu upp úr svokallaðri PYREM-upplausn. Heilbrigðiseftirlit hefur samþykkt bæði í Noregi og á íslandi að fisk megi meðhöndla á þennan hátt til skreiðarverkunar. Efnið er manninum skaðlaust en verkar fráhrindandi á fiskifluguna. Hún forðar sér frá þeim svæðum þar sem þannig verkuð skreið hangir uppi. Það er nú komin góð reynsla á notkun þessa efnis hér á landi en reynslan í Noregi er þó miklu meiri því þeir hafa notað efnið þar í landi í um eða yfir 20 ár. Því miður lagðist hann í rigningará Norðurlandi frá miðjum júlí og fram á haust og þess vegna þorn- aði skreiðin seint og illa og af þeim sökum varð mikið af sumarskreiðinni ekki nothæft sem Ítalíu- tegundir, en verkaðist að öðru leyti vel sem Afríku- skreið. Útflutningur 1979: Árið 1979 hefur verið flutt út eftirtalið magn af skreið. Stuðst er við Hagtíðindi í jan. 1980: Tonn Fob. verðmæti ('millj. kr.) Danmörk 4,6 3,9 Færeyjar 1,9 10,6 Noregur 851,4 1.148.2 Svíþjóð 0,0 0,1 Belgía •0,2 0,2 Bretland 5,4 8,1 Ítalía 786,0 1.533,6 Sviss 198,0 333,0 V.Þýzkaland 53,4 80,1 Bandaríkin 42,1 77,5 Kanada 2,3 4,3 Benín 94,0 103,1 Kamerún 9,0 12,3 Nígería 1.222,6 1.738,9 Zaire 9,9 9,0 3.280,8 5.062,9 Við þessar tölur ber að taka til greina að skreiðin til Noregs, V.Þýzkalands og Sviss hefur öll farið til Nígeríu. Heildarútflutningurtil Nígeríuáárinu 1979 er því: 2.017,4 tonn, fob. verðmæti 3.220,1 millj. kr. Ennfremur hafa verið fluttir út hertir þorskhausar: Foh. verðnutt' Tonn (millj. kr-) Benin ............... 1,7 0.6 Nígen'a ............. 1.412,3 768.4 1.414,0 769.0 Skreiðarsala til Nígeríu: Síðla árs 1978 var ég staddur í Nígeríu. I október við losun á skreið úr m/s Eldvík. í nóvember og desember við losun skreiðar ut m/s Hvalvík. Með losun þessara skipa var lokið afgreiðslu a þeirri skreið, sem íslendingar sömdu um við Niger,a National Supply Company á árunum 1977/1978. Viðskiptaframkvæmdastjóri NNSC skýrði mér Þa frá því að félaginu mundi ekki verða falið að gura nýjan samning um kaup á skreið. Stjórnvöld í Nígeríu tóku þá ákvörðun á árinu 1978 að láta fyrirtæki eitt í Sviss, UTEX S.A. sja um að kaupa skreiðina fyrir stjórnina. Utex S.A. fékk samning um það verkefni að sJa um kaup og innflutning til Nígeríu á miklu magnl matvæla og einnig sjá um sölu og útflutning ýmissa vörutegunda frá Nígeríu. í desember 1978 áður en losun á Hvalvík, síðasta skipi frá íslandi, hófst í Port Harcourt var ég staddur í Lagos á leið til Port Harcourt. Þá fékk égskilaboð á hótel mitt í Lagos þess efnis að framkvæmdastjorl UTEX S.A., Mr. Leon G. Levy bæði mig að heim' sækja sig og ræða við sig um skreið. Skýrði hann mér frá því að hans fyrirtæki og hann einn hefði fengið það hlutverk að sjá meðal annarS um öll skreiðarkaup fyrir stjórnvöld Nígeríu kvaðst geta gert við mig samning um kaup á 30.000 pökkum. Verðið sem hann bauð var t.d. fyrir þorsk og keilu US$ 160,- og fyrir ufsa og ýsu og löngu US$ 1 fyrir hvern pakka. En verð það sem við höfðum selt á árinu 1978 var US$200,- og US$145,- fyrir sömu tegundir að þvl undanskyldu þó að íslendingar höfðu selt löngu steinbít einnig á US$200,- Ég skýrði Mr. Levy þá frá því að í fyrsta lagi v#rl sama og engin skreið til á íslandi og í öðru lagi v^rl 148 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.