Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1980, Page 34

Ægir - 01.03.1980, Page 34
Námsbraut í útgerðartækni á vaxandi gengi að fagna Inngangur Útgerðartækni, hvað er nú það? Þessi spurning kemur allt of oft fram þegar þessa námsgrein ber á góma. í sjálfu sér er þetta ekki óeðlilegt, þar sem þessi námsgrein er tiltölulega ný og hefur verið frek- ar lítið kynnt miðað við aðrar nýjar greinar í skóla- kerfinu. Útgerðartækni er kennd við Tækniskóla íslands. Áætlað var að hefja kennslu haustið 1974, en bæði var það að ekki mun námið hafa verið nógu vel kynnt, svo og að oft er erfitt að breyta hugmyndum manna um gæði og hagnýtt gildi menntunar, því aðsókn varð engin tvö fyrstu árin og það var því ekki fyrr en haustið 1976 sem kennsla hófst. Námstíminn er eitt og hálft ár og skiptist í 3 hluta. Inntökuskilyrði eru þau að viðkomandi hafi stýri- mannapróf 2. stig, vélstjórapróf 3. stig eða hafi lokið undirbúningsdeild við Tækniskóla íslands. Auk þess er krafist 18 mánaða verkþjálfunar, sem skipt- ist þannig að nemandi þarf að hafa verið 12 mánuði á sjó og unnið 6 mánuði við fiskvinnslu í landi eða vice versa. Stúdentar fá inngöngu beint á 2. hluta námsins, ef þeir hafa tilskilda verkþjálfun. Auk þess er farið ítarlega í skattskil fyrirtækja i sjávarútvegi. Þjóðhagfræði: Þar eru tekin til meðferðar við- fangsefni hagfræðinnar, ríkisíjármálin, peninga-og lánamálin, verðbólgan o.fl. Fiskihagfræði: Helstu kenningar varðandi fiski- hagfræði, auðlindanýtingu og sérkenni íslensks sjávarútvegs kynntar. Stjórnun: Hér er m.a. tekið fyrir stjórnskipulag fyrirtækja, eðli þeirra, uppbygging og márkmið. Rekstrartækni: Kennd eru undirstöðuatriði rekstrarfræði og rekstrartæknilegra aðferða. T.d. er farið inn á verkstjórn og verkkennslu, vinnurann- sóknir, launamál og launakerfi, áætlanagerð, skipu- lagstækni, verksmiðjuskipulag og gæðastýringu. Veiðiaðferðir: Kynning og þjálfun á aðferðum við að bera saman útvegshætti við breytilegar aðstæður. Fjármál: Þetta er nokkuð viðamikil grein og er þar farið inn á helstu viðfangsefni fjármálastjórnun- ar. Tekið er fyrir innkaupa- og birgðahaldsstýring. rekstrar- og efnahagsathuganir, rekstrar- og greiðsluáætlanir, fjármögnun og fjárfestingarút- reikningar. Námsefni Eins og áður hefur verið minnst á skiptist námið í 3 hluta. Á fyrsta hluta eru kenndar undirstöðugrein- ar, þ.e. raungreinar, mál og bókhald og rekstrarhag- fræði. Á öðrum og þriðja hluta má segja að námið skiptist í tvo þætti, annarsvegar rekstrar- og við- skiptafræði þar sem mikið er byggt á dæmum úr sjávarútveginum og hins vegar hrein útvegsfræði. Kennsla í rekstrargreinum spannar vítt svið og hefur þessi hluti frekar farið vaxandi. Helstu greinar sem kenndar eru, eru þessar: Bókhald: Nemendum er gert kleift að færa bók- hald fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Rekstrarhagfræði: Helstu undirstöðuatriði rekstrarhagfræði kennd og atriði varðandi rekstur og stjórnun framleiðslu. Skreidarmal. 154 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.