Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 41
ÓLAFUR LÁRUSSON: Lögbókarfrumvarp Vindings Kruse Á móti lagamanna frá Norðurlöndum, sem haldið var í Kaupmannahöfn sumarið 1948, gerðist sá fátíði at- burður, að einn fundarmanna, Vinding Kruse prófessor í Kaupmannahöfn, lagði fyrir fundinn frumvarp að borg- aralegri lögbók, er hann ætlaðist til, að yrði lögtekin á öllum Norðurlöndum, í Danmörku, á Finnlandi, á Is- landi, í Noregi og í Svíþjóð, þannig að þessar fimm þjóðir eignuðust allar samhljóða lögbækur hins borgaralega rétt- ar. Frumvarp þetta hafði hann sjálfur samið af eigin hvötum og án þess að nokkurt stjórnarvald hefði falið honum það. Sú hugmynd, að settar yrðu samhljóða lög- bækur á öllum Norðurlöndum, er að vísu eigi ný, svo sem síðar verður vikið að, en Vinding Kruse hefir orðið fyrstur manna til þess að gera slíka bók úr garði, og allir, sem eitthvað þekkja til þess, hversu vandasamt verk lagasmíði er, og hversu augu sjá þar að jafnaði betur en auga, geta skilið, hversu mikinn stórhug til þess þarf, er einn maður tekst á hendur að semja heila lögbók. Hversu sem menn kunna að dæma um þetta verk Vindings Kruse að öðru leyti, og hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á nyt- semi lögbóka almennt eða hversu tímabært það sé, að koma fullri réttareiningu á um Norðurlönd á sviði hins borgara- lega réttar, þá ættu allir að geta látið hann njóta þeirrar sæmdar, sem þessi stórhugur hans verðskuldar. Það er kunnugt af fyrri verkum hans, að hann er óvenjulega af- kastamikill rithöfundur, og hafa fáir norrænir lögfræð- ingar jafnazt á við hann að því leyti, og enn ber þetta verk hans vott um hina miklu starfsorku hans, því að hann samdi frumvarp sitt á einum tveimur árum, og myndi það vera á fárra manna færi. Mér hefur líka virzt, að flestir þeirra manna, sem minnzt hafa á þetta verk í riti, viður- kenni þetta fullkomlega, enda þótt þeir hafi ýmislegt út á

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.